Bylting fyrir fólk í blóðskilun

Fyrir nokkru gaf Félag nýrnasjúkra skilunardeild Landspítalans ómtæki/æðaskanna. Það er mikið framfaraspor fyrir deildina að hafa slíkt tæki en með því er hægt að sjá legu fistilst (æðaaðgengis) sem gerir stungur í fistilinn léttari bæði fyrir hjúkrunarfræðing og sjúkling. 

Sumarið 2011 gáfu ástvinir Eddu Svavars frá Vestmannaeyjum félaginu tveggja miljóna króna gjöf til minningar um Eddu en hún var einn af stofnendum Félags nýrnasjúkra. Þegar þessi rausnarlega gjöf barst félaginu var ákveðið að hún skyldi notuð til tækjakaup fyrir skilunardeild. Ákveðið var að kaupa ómtæki. Til þess að svo mætti verða þurfti enn að afla talsverðrar fjárhæðar og hratt félagið þessvegna af stað söfnun. Leitað var til ýmissa félagasamtaka auk þess sem allt áheitafé úr Reykjavíkurmaraþoni rann til söfnunarinnar. Söfnunin gekk svo vel að ómtækið var afhent skilunardeild 6. desember 2012.

Stjórn Félags nýrnasjúkra

Ertu félagsmaður?

Hvað viltu að Félag nýrnasjúkra setji í forgang?

Sendu tillögu á nyra@nyra.is

Er afmæli? Viltu senda minningarkort?

Allur ágóði af sölu heillaskeyta og minningarkorta rennur beint í söfnunfélagsins fyrir ÓMTÆKI (æðaskanna) til nota á skilunardeild. 
Afgreiðsla í síma félagsins 561-9244. 

Málþing um líffæragjafir í Borgarnesi

Rótarýklubbur Borgarness heldur málþing um líffæragjafir miðvikudaginn 3. október nk. klukkan 19:30. 

Ókeypissætaferð á vegum félagsins.

Rótarýklúbbur Borgarness 60 ára 
Málþing um  Líffæragjafir- Tökum afstöðu
Miðvikudaginn 3. Október k. 19.30 í Menntaskólanum í Borgarnesi. 

Dagskrá:
Kl. 19.30 – Rótarýklúbbur Borgarness býður fólk velkomiðMagnús Þorgrímsson forseti Rótarýklúbbs Borgarness

Kl. 19.35- Setning MálþingsinsGuðbjartur Hannesson velferðarráðherra

Kl. 19.45 – Sýn LandlæknisembættisinsJón Baldursson staðgengill landlæknis

Kl. 19.55- Þjónusta utan spítalaSveinbjörn Berentsson bráðatæknir

Kl.20.05- Upplifun og reynsla líffæraþega
Diljá Ólafsdóttir Félag nýrnasjúklinga
Jóhann Bragason Samtök lungnasjúklinga
Ásta Vigfúsdóttir Félag lifrarsjúkra
Kjartan Birgisson Hjartheill, landsamtök hjartasjúklinga

Kl 20.50 – Meðhöndlun sjúklinga með hjartabilunInga S. Þráinsdóttir hjartalæknir

21.05 – Pallborðsumræður Frummælendur og Siv Friðleifsdóttir alþingismaður

21.45 Málþingsslit

Fundarstjóri Magnús Þorgrímsson forseti Rótarýklúbbs Borgarness

Málþingið er öllum opið.

TAKK!

Stjórnin þakkir af alhug öllum þeim sem lögðu hönd á plóg í Reykjavíkurmaraþoni 2012.

  • þeim sem tóku þátt og söfnuðu áheitum
  • þeim sem hétu á þátttakendur
  • þeim sem unnu mikla undirbúningsvinnu við að kynna málstað félagsins
  • þeim sem stóðu vaktina í Laugardalshöllinni
  • þeim sem hvöttu hlauparana og kynntu félagið í leiðinni

Styðja félagið með áheitum í Reykjavíkur maraþonin

Spurt hefur verið um hvernig fólk fari að því að styðja félagið með áheitum í Reykjavíkur maraþoninu, því margir vita um þörfina fyrir æðaskannann. 
Fólk velur sér félagið og hlaupara og getur greitt með korti eða í gegnum síma. 

Síðan er: http://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/670387-1279

Einnig er hægt að millifæra beint inn á reikning félagsins. kt. 670387-1279, Banki: 334-26-1558  Þessi reikningur er einungis fyrir styrki.”

Reykjarvíkurmaraþon 2012

Reykjarvíkurmaraþon 2012
NÚ SAFNAR FÉLAG NÝRNASJÚKRA FYRIR
ÓMTÆKI (ÆÐASKANNA) 
FYRIR SKILUNARDEILD LANDSPÍTALANS

Fundur á Akureyri

Félag nýrnasjúkra hélt fund á Akureyri 9. júní 2012. og var hann vel sóttur. Fundurinn var haldinn á veitingahúsinu Greifanum og boðið upp á súpu, salat og brauð. Á fundinn mættu Jórunn Sörensen formaður og Kristín Sæunnar- og Sigurðardóttir framkvæmdastjóri. 

Jórunn kynnti starf félagsins og þau fjölbreyttu verkefni sem stjórnin fæst við. Fundarmönnum var hugleikin erfið staða nýrnasjúkra á Norðurlandi. Fram kom að þeir upplifa mikið óöryggi og óþægindi vegna þess að enginn nýrnalæknir veitir þjónustu norðan lands. En öll þjónusta við nýrnasjúkra er á Landspítalanum við Hringbraut í Reykjavik – bæði nýrnadeild og skilunardeild. Félagið hefur ályktað um mikilvægi þess að blóðskilunardeild verði komið upp við sjúkrahúsið á Akureyri og einnig hafa félagsmenn á Akureyri sent erindi þess efnis til sjúkrahússins. 

Sagt frá Nýrnaskóla Landspítalans en námskeið eru haldin vor og haust. Nánari upplýsingar er að finna hér á síðunni. 

Kristín óskaði eftir ábendingum frá fundarmönnum hvernig félagið gæti bætt þjónustu sína. Slíkar upplýsingar væru verðmætar við stefnumótun félagsins. Fram komu óskir um að hægt væri að fá meiri upplýsingar á heimasíðu félagsins um hvað félagið væri að gera. Kristín benti á að félagið væri einnig á Facebook. 

Rétt er að taka fram að bestu upplýsingarnar um starf félagsins er að finna í ársskýrslum félagsins hér á heimasíðunni.

Aðalfundur félagsins

Fjölmennur aðalfundur Félags nýrnasjúkra var haldinn á Grand hótel 28. mars 2012. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf og önnur mál. Góðar umræður voru á fundinum um málefni nýrnasjúkra. Eftir aðalfundinn er stjórnin þannig skipuð: 
Jórunn Sörensen formaður, Hallgrímur Viktorsson, Hannes Þórisson, Margrét Haraldsdóttir, Vilhjálmur Þór Þórisson, Ragheiður Thelma Björnsdóttir, Ursula Irena Karlsdóttir.
Á næsta stjórnarfundi mun stjórnin skipta með sér verkum.

Ályktanir frá aðalfundi: „ætlað samþykki“ við líffæragjafir, blóðskilunardeild á Akureyri.

Framkvæmdastjóri ráðinn

Kristín Sæunnar- og Sigurðardóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri félagsins í hálft starf. Kristín mun sinna öllum daglegum störfum auk ýmissa sérverkefna í samráði við stjórn. 
Kristín er mörgum félagsmönnum að góðu kunn. Hún var fulltrúi félagsins í aðalstjórn ÖBÍ í tvö ár og hefur oft verið fundarstjóri á fundum félagsins.

Stjórn félagsins fagnar þessum mikilvæga áfanga í starfi félagsins og býður Kristínu velkomna til starfa.