Reykjavíkur maraþon verður n.k. laugardag 23 ágúst

Góður hópur hlaupara mun hlaupa til styrktar fyrir Félag nýrnasjúkra. Við erum afskaplega þakklát þessu góða fólki sem mun með þessu leggja sitt af mörkum til þess að hægt verði að opna blóskilunardeildir á Selfossi og á Akureyri. Þær deildir munu gera nýrnasjúkum í blóðskilun kleift að búa heima hjá sér eð losna við löng ferðalög þrisvar í viku (en það getur verið mjög erfitt fyrir veikt og slappt fólk eftir skilunina) jafnframt mun það gera öðrum mögulegt að ferðast um landið okkar.

Sjáið lista yfir hlauparana okkar og styðjið þá og hvetjið með framlögum: http://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/670387-1279