Skilmálar

Vefverslun Nýrnafélagsins, stuðningsfélags fyrir nýrnasjúklinga og aðstandendur, er opin allan sólarhringinn. Þegar þú verslar í vefversluninni rennur allur ágóði af sölunni óskiptur til Nýrnafélagsins.

Verð á vörum

  • Verð sem birtist í vefversluninni er ýmist með 11% eða 24% virðisaukaskatti, allt eftir gerð vöru.
  • Verð er birt með fyrirvara um myndabrengl og/eða prentvillur og áskilur Nýrnafélagið sér rétt til að ljúka ekki viðskiptunum hafi rangt verð verið gefið upp.
  • Við upplýsum viðskiptavini okkar um það ef vara sem hefur verið pöntuð er ekki til á lager tímabundið og bjóðum upp á að hún verði send þegar hún verður aftur fáanleg.
  • Ef vara er ekki til á lager til lengri tíma mun Nýrnafélagið endurgreiða viðskiptavini pöntunina að fullu hafi greiðsla farið fram.

Sendingarmöguleikar

Hægt er að nálgast vöruna á skrifstofu Nýrnafélagsins að Hátúni 10, 105 Reykjavík,  á þriðjudögum frá kl. 10 til 16 eða fá hana senda gegn greiðslu sendingarkostnaðar. Íslandspóstur sér um að senda pakkana.**

  • Sækja pakka í Hátún 10
  • Vara kemst í umslag, kostnaður 250 kr.
  • Rekjanlegt bréf, kostnaður 1.290 kr.

Sendingarkostnaður

Sendingarkostnaður bætist við verð vöru í lok kaupferils og áður en greiðsla fer fram.

Afhendingartími

Afhendingartími er að jafnaði 2–4 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað.

Skilafrestur og endurgreiðsla

  • Viðskiptavinur getur skilað vöru ef vara er óskemmd og óopnuð í upprunalegum umbúðum og kvittun fylgir með.
  • Almennur skilafrestur á vörum er 30 dagar.
  • Kostnaður við endursendingu er á ábyrgð kaupanda.
  • Ef vara reynist gölluð greiðir Nýrnafélagið fyrir endursendingu vörunnar.

Öryggi

Það er öruggt að versla í vefverslun Nýrnafélagsins.  Greiðslur með greiðslukortum fara í gegnum örugga greiðslusíðu Borgunar.

Farið er með öll gögn og upplýsingar sem trúnaðarmál. Nýrnafélagið notar upplýsingarnar til að upplýsa um verkefni félagsins og leiðir til að styðja við starfsemi þess. Ef gögn eru afhent þriðja aðila í þágu félagsins er gerður vinnslusamningur um meðhöndlun persónuupplýsingana.

Greiðslumöguleikar

Í vefverslun Nýrnafélagsins er boðið upp á tvær greiðsluleiðir; með greiðslukorti eða debetkortum. Viðskiptavinir fá senda staðfestingu þegar greiðsla hefur borist og pöntun verður send.

Greiðslukort

Mögulegt er að greiða pöntun með öllum helstu kreditkortum og fer greiðsla í gegnum örugga greiðslugátt hjá Borgun.

Uppsögn á boðgreiðslum

Uppsögn eða breyting á  mánaðarlegum greiðslum til félagsins berist á netfangið nyra@nyra.is , hvort sem er um að ræða kreditkort eða beingreiðslur af tékkareikning. Tekið skal fram fullt nafn og kennitala viðkomandi.

Varnarþing

Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Skilmálar þessir gilda frá 1. nóv 2022

Fyrirtækjaupplýsingar

Nýrnafélagið
Hátún 10
105 Reykjavík
Sími: 896 6129, 561 9244
Netfang: nyra@nyra.is

Staðsetning vefverslunar

Nýrnafélagið
Hátúni 10
105 Reykjavík
Sími: 896 6129, 561 9244