Fjölskyldufræðingur
Viltu fá fjölskylduviðtal eða ráðgjöf varðandi réttindamál? Skráðu þig hér fyrir neðan og Gunnhildur Heiða fjölskylduráðgjafi hefur samband. Ráðgjöf hennar hjálpar til við að lágmarka streituvaldandi þætti í daglegu lífi. Hún veitir persónulegan stuðning til að leysa úr málum er hafa með vellíðan og daglega virkni að gera. Býður upp á samtal við fjölskylduna, hjón, pör og eða einstaklinga. Einnig veitir hún ráðgjöf og aðstoðar í réttindamálum.
Fyrsti viðtalstíminn er gjaldfrjáls fyrir félaga í Nýrnafélaginu en ef að það þarf áframhaldandi aðstoð fær einstaklingurinn eða fjölskyldan afslátt hjá Gunnhildi en ef að viðkomandi treystir sér ekki til að greiða það sem upp er sett þá er hægt að sækja um styrk hjá styrktarsjóði Nýrnafélagsins, sjá hér: https://nyra.is/um-felagid/umsokn-i-styrktasjod/
Næringarfræðingur
Viltu fá viðtal við næringarfræðing? Þarft þú að vita meira um holla og næringarríka fæðu fyrir fólk með skerta nýrnastarfsemi? Skráðu þig hér fyrir neðan og Bertha María Ársælsdóttir næringarfræðingur hefur samband. Viðtalið er gjaldfrjálst fyrir félaga.
Jafningjastuðningur
Viltu fá jafningjastuðning. Það getur verið hjálplegt að ræða við einhvern sem hefur gengið í gegnum svipaða reynslu og þú og hefur þann skilning sem einungis fæst með því að hafa upplifað hlutina sjálfur. Jafningjastuðningur er fyrir nýrnasjúklinga, þá sem eru að byrja í skilun, nýraþega, nýragjafa og aðstandendur, skráðu þig hér fyrr neðan og taktu fram hvort að þú er nýrnasjúklingur eða annað. Það mun verða haft samband við þig, jafningjastuðningur er gjaldfrjáls fyrir félaga.

