Kærar þakkir!

Við þökkum kærlega öllum sem hlupu tl styrktar félaginu og þeim sem hétu á þau. Það varð stórkostlegur árangur á báðum sviðum og við erum óendanlega þakklát.

Þetta er hæsta upphæð sem nokkru sinni hefur safnast fyrir Félag nýrnasjúkra í Reykjavíkurmaraþoni eða hátt í 1,1 milljón af því tekur stjórn hlaupsins hluta (6-10%).  Peningarnir munu ganga óskertir upp i söfnun okkar fyrir vatnshreinsivélunum. Síðan höldum við áfram að safna því meira þarf til. En þetta var alveg stórkostlegt!