Góður aðalfundur og opið hús einu sinni í mánuði

Aðalfundur félagsins var vel sóttur og fór þar fram góð umræða. Afkoma félagsins er viðunandi. Ákveðið var að félagsgjaldið mundi hækka um 500 kr. og verða þannig 3.500.- kr. fyrir einstaklin en 5.500.- kr. fyrir hjón eða fjölskyldu. Fundamenn urðu um margt betur upplýstir um kviðskilun eftir fundinn. Þar sem Jóhanna og Sólborg hjúkrunarfræðingar kviðskilunarfólks fræddu  okkur. Rætt var um ýmis vandamál sem fylgja kviðskilun t.d. praktísk mál eins og að losa sig við alla þessa pappakassa sem getur reynst mjög snúið.
Aðalfundur ákvað að opið hús verði frá og með 1. apríl aðeins einu sinni í mánuði, fyrsta þriðjudag í mánuði.