Vorferð félagsins um Reykjanes

Stjórn Félags nýrnasjúkra hefur ákveðið að bjóða félagsmönnum í vorferð þeim að kostnaðarlausu.
Ferðin verður farinn sunnudaginn 25. maí. Lagt verður af stað kl. 13 frá Hátúni 10 B  og áætlað er að koma  aftur til baka fyrir kl. 18.
Bílstjórinn er vanur leiðsögumaður sem mun fræða okkur um  staði og sögu svæðisins. Við stoppum á nokkrum stöðum, litumst um og skoðum söfn. Engar erfiðar göngur verða í þessari ferð, heldur  í mesta lagi stutt og létt rölt.
Einhvern tíma síðdegis stoppum við og félagið býður uppá kaffi og með því.
Þeir sem vilja koma með í þessa ferð eru beðnir að láta vita í síma eða með tölvupósti fyrir fimmtudaginn 22. maí. Það yrði stjórninni til mikillar ánægju að fá sem flesta með í för.

Sími félagsins er: 561 9244
Tölvupóstur: nyra@nyra.is
Skráningin er til þæginda við skipulagningu en stjórnin hefur ákveðið að farið verði sama hver fjöldinn verður.  Hittumst heil og eigum góðan dag á Reykjanesi.