Teknar hafa verið saman helstu orsakir lokastigsnýrnabilunar á Íslandi á síðasta ári, árið 2020: (ath er ekki alveg sama og helsta orsök nýrnasjúkdóma- því þeir leiða ekki alltaf til lokastigsnýrnabilunar)

  1. Nýrnaæðasjúkdómar (háþrýstingur) 31%
  2. Gauklasjúkdómar 24%
  3. Millivefsbólga –(lyf, steinar ofl) 14%
  4. Sykursýki 12%
  5. Blöðrunýrnasjúkdómur 6%
  6. Aðrir sjúkdómar

Þessar prósentutölur eru náttúrulega byggðar á tiltölulega fáum einstaklingum (49), en gefur góða hugmynd um stöðuna.