Ganga á fimmtudag, 5. október kl. 17.00

Göngur á vegum Nýrnafélagsins í Elliðaárdal

Göngur Nýrnafélagsins hafa breytt um stað. Nú er gengið í Elliðaárdal.
Göngurnar eru á fimmtudögum kl. 17:00 og allir velkomnir. Það er bara að
mæta.

Opið hús hjá Nýrnafélaginu 5. september.

Nýrnafélagið verður með opið hús þann 5. september næstkomandi í samstarfi við
ÖBÍ. Félagið flutti nýlega í Sigtún 42 og langar til að hitta félaga og sýna þeim
nýju skrifstofuna og aðstöðu félagsins. Tökum dagsetninguna frá og hittumst og
gleðjumst saman. Ekki er kominn nákvæmur tími en þetta verður um kaffileytið.
Hlökkum til að sjá ykkur.

Reykjavíkurmaraþonið er næsta laugardag.

Ætlar þú að styrkja hlauparana okkar.
Það er hægt hér: https://www.rmi.is/hlaupastyrkur/godgerdamal/383-nyrnafelagid
Ykkar stuðningur er okkar styrkur til áframhaldandi góðra verka.

Ganga í Laugardal á morgunn 1. júní kl. 17:00, hittumst fyrir utan Húsdýragarðinn.

Við göngum svo léttir í lundu……..
Vikulegu göngur Nýrnafélagsins í Laugardal hefjast á morgunn, fimmtudag kl. 17:00 fyrir utan Húsdýragarðinn eins og venjulega. Næsta ganga verður svo í næstu viku miðvikudaginn 7. júni kl. 17:00.
Göngur verða á fimmtudögum aðra hvora viku og á miðvikudögum aðra hvora viku á móti.
Þetta er gert til að blóðskilunarsjúklingar geti allir mætt.

Aðalfundi Nýrnafélagsins sem átti að vera 11. apríl er frestað

Aðalfundur Nýrnafélagsins verður þann 11. apríl að Sigtúni 42, kl. 17:30

Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 4. greín laga félagsins.

Allir félagar sem hafa greitt félagsgjald hafa atkvæðarétt.
Undir liðnum önnur mál verða tillögur um að stofna hópa og nefndir innan félagsins ræddar. Komið hefur upp sú hugmynd að stofna gönguhóp og hóp félaga sem heimsækir fólk á blóðskilunardeildunum út um allt land. En komið hefur í ljós að mikil þörf er á því.
Einnig hefur félagið haldið úti vikulegum gönguferðum nú í nokkur sumur og áhugi er á að mynda gönguhóp fyrir þessar göngur. Líka hefur verið rætt um að koma skemmtinefnd á laggirnar. Fólk sem er utan stjórnar er hvatt til að mæta og gefa kost á sér til þessara starfa.

Dagskrá fundarins verður:

Setning fundarins.
Kosning fundarstjóra og fundarritara.
Lestur fundargerðar síðasta aðalfundar.
Skýrsla stjórnar.
Ársreikningur félagsins skýrður og lagður fram til samþykktar.
Ársreikningur styrktarsjóðsins skýrður og lagður fram til samþykktar.
Skýrslur starfshópa.
Lagabreytingar.
Kosning stjórnar.
Kosning endurskoðenda til tveggja ára.
Ákvörðun um félagsgjald.
Önnur mál.

Skrá í dagatal