Aðgerð á nýragjafa gerð með að aðgerðaþjarki

,,Þetta er gríðalegur áfangi segja læknarnir Runólfur Pálsson og Árni Sæmundsson“.
Aðgerðaþjarki var notaður í fyrsta sinn við nýrnaaðgerð á Landspítala í byrjun júní þegar nýra var tekið úr nýrnagjafa. Aðgerðin gekk vel og heilsast bæði nýrnagjafa og nýrnaþega vel.
Aðgerðin með þjarkanum markar enn ein tímamótin í nýrnaígræðslum á Íslandi og er þjónusta Landspítala sambærileg við stór og öflug sjúkrahús erlendis.
Nánar má lesa um þessa tímamótaaðgerð í frétt á vef Landspítala 👉 landspitali.info/nyrnaigraedslur-2024…

Listeria eykst í Evrópu og hugsanlega á Íslandi líka. Ónæmisbældir þurfa að fara varlega.

Hækkandi nýgengi listeríu í Evrópu, hugsanlega á Íslandi líka, sérstaklega hjá eldri einstaklingum, er áhyggjuefni þar sem listería getur valdið alvarlegum veikindum hjá viðkvæmum (þ.e. ónæmisbældum, ungbörnum og eldri einstaklingum).

Því er mikilvægt að leggja áherslu á forvarnir, vöktun og rannsóknir mögulegra hópsýkinga. Nauðsynlegt er að fræða áhættuhópa um tengsl listeríu við ákveðin matvæli sem borin eru fram óelduð, svo sem mjúkosta, hrátt grænmeti, reyktan/grafinn lax og kjötálegg. Mikilvægt er að hafa í huga að
jafnvel matvæli sem eru framleidd í samræmi við gæðastaðla geta valdið sýkingu hjá fólki með skert
ónæmiskerfi.

Sjá nánar hér: https://assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/6O7MyXE7nu0iKQgKE2MYMO/586472545ea982f1c00dbb7a077c3eb7/Fars_ttafr_ttir_16.__rg._1._t_lubl._Apr_l_2024.pdf

Lagabreytingar sem verða lagðar fyrir aðalfund þann 16. apríl næstkomandi

BREYTINGATILLAGA NÚMER 1.

GREIN 4-Aðalfundur, fastir liðir á aðalfundi skulu vera

Núverandi orðalagVerður skv. tillögu:
Kosning endurskoðenda til tveggja áraSkoðunarmanns til eins árs

Greinargerð: Góðgerðafélög þurfa ekki endurskoðanda og nú er Nýrnafélagið farið að nýta sér bókhaldsþjónustu sem færir allt bókhald í stað endurskoðanda.

BREYTINGATILLAGA NÚMER 2

Grein 4- Aðalfundur, kemur á eftir fastir liðir á aðalfundi………

Núverandi orðalagVerður skv. tillögu:
Endurskoðunarfyrirtæki sér um bókhald, launaútreikning…….Bókhalds- eða endurskoðunarfyrirtæki sér um bókhald, launaútreikning………..

Greinargerð: Þarna þarf að víkka orðalagið til að stjórn geti nýtt sér bókhaldsþjónustu sem er alveg nóg og ódýrara fyrir góðgerðafélag, en hafa samt endurskoðandastofu inni ef að stjórn seinna meir kýs að nota endurskoðunarstofu í stað bókhaldsþjónustu.

 

BREYTINGATILLAGA NÚMER 3

Grein 4- Aðalfundur, kemur á eftir fastir liðir á aðalfundi………

Núverandi orðalagVerður skv. tillögu:
….jafnframt tilgreinir stjórn tvo trúnaðarmenn….Jafnframt tilgreinir stjórn  trúnaðarmann og einn til vara

Greinargerð: Það er nóg að hafa einn trúnaðarmann til að fara yfir reikninga en gott að hafa lika einn til vara

 

 

 

BREYTINGATILLAGA NÚMER 4

Grein 4- Aðalfundur, kemur á eftir fastir liðir á aðalfundi………

 

Innskot á eftir: sem fara yfir ársreikning og leggja hann síðan fyrir aðalfund

Núverandi orðalagVerður skv. tillögu:
EkkertTrúnaðarmaður er félagi í Nýrnafélaginu en má ekki sitja í stjórn.
  

Greinargerð. Trúnaðarmaður er nýtt heiti fyrir skoðunarmann samkvæmt nýjum lögum

um Almannaheillafélög,  svo að rétt þótti að útskýra þetta. En skoðunarmaður sem kosið er um verður að vera utanfélagsmaður.

 

 

BREYTINGATILLAGA NÚMER 5

GREIN 5-Stjórn félagsins, innskot á eftir: Allir stjórnarliðar geta boðið sig fram….

Núv. orðalagVerður skv. tillögu:
EkkertStjórnarmaður sem hefur setið í þrjú kjörtímabil getur boðið sig fram til formanns. Ef að stjórn telur nauðsynlegt að stjórnarmaður eða formaður haldi áfram í stjórn eftir 3 kjörtímabil  má stjórnin leggja fram undanþágu fyrir eitt kjörtímabil í viðbót fyrir aðalfund. Aðalfundur verður að samþykkja það með ¾ greiddra atkvæða.

Greinargerð: Oft getur verið erfitt að manna stjórn sem byggir á sjálfboðavinnu og er þá nauðsynlegt að hafa varnagla til að grípa í ef að nauðsyn krefur. Einnig getur viðkomandi aðili verið að vinna að sértæku verkefni sem hann þarf lengri tíma til að geta klárað.

Sjálfboðaliða vantar í viðtöl hjá Landspítalanum vegna skilunar

Landspítalinn hefur hafið verkefni sem snýr að því að bæta þjónustu við sjúklinga á skilunardeild spítalans. Hluti af verkefninu er að taka viðtöl við einstaklinga sem hafa reynslu af blóðskilunarmerðferð á spítalanum.
Landspítalinn hefur nú leitað til okkar í Nýrnafélaginu til að fá fulltrúa frá sjúklingum í viðtöl vegna þessa verkefnis. Um er að ræða eitt viðtal þar sem rætt er við þig um þína upplifun af þjónustunni og hvað má betur fara. Viðtalið getur verið utan vinnutíma og á þínu heimili ef það hentar best.
Við viljum hvetja alla sem hafa verið í blóðskilun á Landspítalanum til að taka þátt í verkefninu og stuðla þannig að enn betri þjónustu fyrir okkur öll.
Ef þú vilt taka þátt biðjum við þig að senda tölvupóst á nyra@nyra.is sem fyrst þar sem viðtölin hefjast innan skamms.

Aðalfundur Nýrnafélagsins verður haldinn þann 16. apríl kl. 18:00

Staðsetning: Mannréttindahúsið, Sigtúni 42.

  • Venjuleg aðalfundarstörf
  • Lagabreytingar sem verða auglýstar síðar
  • Veitingar ekki skornar við nögl, frekar en fyrri daginn
  • Allir velkomnir sem greitt hafa gjöldin, hinir gera það bara strax
  • Skiptumst á skoðunum og látum ljósið skína

Ganga á fimmtudag, 5. október kl. 17.00

Göngur á vegum Nýrnafélagsins í Elliðaárdal

Göngur Nýrnafélagsins hafa breytt um stað. Nú er gengið í Elliðaárdal.
Göngurnar eru á fimmtudögum kl. 17:00 og allir velkomnir. Það er bara að
mæta.

Opið hús hjá Nýrnafélaginu 5. september.

Nýrnafélagið verður með opið hús þann 5. september næstkomandi í samstarfi við
ÖBÍ. Félagið flutti nýlega í Sigtún 42 og langar til að hitta félaga og sýna þeim
nýju skrifstofuna og aðstöðu félagsins. Tökum dagsetninguna frá og hittumst og
gleðjumst saman. Ekki er kominn nákvæmur tími en þetta verður um kaffileytið.
Hlökkum til að sjá ykkur.