Runólfur Pálsson nýrnalæknir nýr forstjóri Landspítala

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að skipa Runólf Pálsson í embætti forstjóra Landspítala til næstu fimm ára.

Ákvörðun ráðherra er tekin að undangengnu mati lögskipaðrar hæfnisnefndar sem mat Runólf meðal þeirra umsækjenda sem hæfastir þóttu til að gegna embættinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.

 

 

https://www.visir.is/g/20222216602d/runolfur-palsson-nyr-forstjori-landspitala?fbclid=IwAR0THePIxCisU975hbs5Y87xT8eG3D_mT6Sebm1t73SNEWJ6wnQ2G_IsaPE

Stjórn Nýrnafélagsins óskar ykkur Gleðilegra jóla

Rannsókn á reynslu einstaklinga á aldrinum 25-55 ára af því að vera maki langveiks einstaklings.

Kynningarbréf til þátttakenda í rannsókninni

“Reynsla einstaklinga á aldrinum 25-55 ára af því að vera maki langveiks einstaklings”

Ágæti viðtakandi
Undirrituð er leiðbeinandi Guðbjargar Guðmundsdóttur meistaranema við Háskólann á Akureyri. Tilefni bréfsins er að óska eftir þátttöku þinni í rannsókn á reynslu einstaklinga 25-55 ára af því að vera maki langveiks einstaklings sem er hluti af lokaverkefni Guðbjargar til meistaragráðu í heilbrigðisvísindum. Leiðbeinandi auk mín er Sonja Stelly Gústafsdóttir lektor við Háskólann á Akureyri.
Markmið rannsóknarinnar
Reynsla maka langveikra hefur verið lítið rannsökuð á Íslandi, en samkvæmt erlendum rannsóknum getur sú reynsla haft víðtæk áhrif á daglegt líf og líðan. Tilgangur rannsóknarinnar er að fá upplýsingar um reynslu maka langveikra. Niðurstöður koma til með að auka þekkingu á málefninu og verða nýttar til fræðslu.
Þátttakendur og skilyrði fyrir þátttöku
Þátttakendur eru einstaklingar á aldrinum 25-55 ára sem eru makar langveikra einstaklinga. Önnur skilyrði eru að tvö ár séu liðin frá sjúkdómsgreiningu maka og að þátttakandi sé í launaðri vinnu.
Hvað felst í þátttöku og birting niðurstaðna
Tekið verður eitt viðtal við þig á þeim stað sem hentar þér best, eins er í boði að viðtalið fari fram í gegnum fjarfundarforrit eins og Teams eða ZOOM. Rannsóknarniðurstöður verða birtar í meistaraverkefni og í tímaritsgrein.
Úrvinnsla gagna
Viðtalið tekur um það bil klukkustund. Viðtalið verður hljóðritað, afritað orðrétt og öll gögn meðhöndluð sem trúnaðargögn samkvæmt íslenskum lögum varðandi persónuvernd, vinnslu og eyðingu gagna. Í afrituninni verður nöfnum og staðháttum breytt svo ekki sé unnt að rekja niðurstöður rannsóknarinnar til ákveðinna einstaklinga. Að rannsókn lokinni verður öllum frumgögnum eytt.
Réttur til að hafna eða hætta þátttöku
Þér ber engin skylda til að taka þátt í rannsókninni og getur hætt í rannsókninni hvenær sem er án útskýringa og án nokkurra afleiðinga fyrir þig. Þú getur einnig sleppt því að svara þeim spurningum sem þú vilt ekki svara. Það er hins vegar mikilvægt fyrir rannsóknina að sem flestum spurningum sé svarað.
Hafir þú spurningar, eða ef þú vilt koma á framfæri athugasemdum eða kvörtunum í tengslum við rannsóknina er þér velkomið að hafa samband við undirritaðar:
Dr. Árún K. Sigurðardóttir, GSM 823-3138, tölvupóstur: arun@unak.is
Guðbjörg Guðmundsdóttir, GSM 852-7991, tölvupóstur: ha180627@unak.is
Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi rétt þinn sem þátttakandi í rannsókninni getur þú snúið þér til Vísindasiðanefndar, Borgartúni 21, 4 hæð, 105 Reykjavík. Sími 551-7100, tölvupóstur: vsn@vsn.is
Kærar þakkir fyrir að lesa þetta bréf

Með von um góða þátttöku

______________________________
Dr. Árún K. Sigurðardóttir, prófessor
Heilbrigðisvísindasvið
Háskólinn á Akureyri

Björn Magnússon, minning

Björn Magnússon fyrrverandi formaður og stjórnarmaður Nýrnafélagsins til margra ára er látinn. Stjórn Nýrnafélagins vottar aðstandendum sína innilegustu samúð.
Mætur maður er genginn og vill stjórnin einnig tjá þakklæti sitt fyrir óeigingjarnt starf hans fyrir félagið í gegnum tíðina.

Umsóknir í styrktarsjóð Nýrnafélagsins

Nýrnafélagið vekur athygli á að umsóknarfrestur í styrktarsjóð Nýrnafélagsins rennur út
þann 20. september næstkomandi.
Sótt er um á heimasíðu félagsins, nyra.is, um félagið, umsókn í styrktarsjóð.
Allar upplýsingar í síma félagsins 570 7805.

Áheitasöfnun Nýrnafélagsins er í fullum gangi

Helga formaður Nýrnafélagsins skrifar:
Kæru vinir! Ég tek þátt í Reykjavíkurmaraþoninu að þessu sinni og styrki Nýrnafélagið í leiðinni.
Ég ætla að ganga í Laugardalnum næstu 4 fimmtudaga byrja kl. 18.00 við innganginn í Grasagarðinn þú ert velkomin að ganga með mér.
Ég vona að þú kæri vinur sjái þér fært að heita á mig. TAKK TAKK
Hægt er að heita á Helgu með því að fara inn á síðu Maraþonsins, góðgerðafélög sjá hér:https://www.rmi.is/hlaupastyrkur/hlauparar?charityId=383
Eða leggja inn á reikningsnúmer 334-26-001558 kt. 6703871279

Hlauptu eða gakktu til góðs.

Reykjavíkurmaraþoni hefur verið aflýst, en í staðinn kemur prógrammið hlauptu til góðs.
Þar geta allir hreyft sig með sínu nefi og fengið áheit fyrir Nýrnafélagið.
Myndin er af Veigari Margeirssyni sem hjólaði 94 km til styrktar félaginu.
Heilsugangan okkar er tilvalin til að gera þetta að mæta í hverri viku og ganga þangað til
að þessu lýkur þann 20. september og fá áheit. Þetta eru fjórar göngur í allt og er á allra færi.
Hægt er að skrá sig hér https://www.rmi.is/hlaupastyrkur/hlauparar?charityId=383.
Einnig er hægt að hafa samband við félagið í síma 561 9244 og láta skrá ykkur og þið hvetjið vini og fjölskyldu til
að heita á ykkur. Hlakka til að sjá ykkur öll í Laugardalnum á fimmtudögum kl. 18.00.

Heilsuganga í Laugardal 19. ágúst

Enn verður gönguferð um Laugardal og nágrenni kl. 18.00 í kvöld.
Allir velkomnir

Leitin að nýju nýra, seinni þátturinn á RÚV

Seinni þátturinn um leitina að nýju nýra var sýndur á RÚV 11. ágúst. Sjá hér: https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/leitin-ad-nyju-nyra/31542/9cprb2
Þátturinn fjallar um nýrakrossgjafir og nýja möguleika sem eru fyrir hendi en jafnframt spurninguna um hver á að borga? Er það hagkvæmara að hafa fólk í skilun í mörg ár með litlum lífsgæðum eða að senda það til annarra landa í dýra aðgerð? Aðgerðin getur skilað viðkomandi einstakling út í lífið aftur sem fullgildum þjóðfélagsþegn með endurheimt lífsgæði sem getur séð fyrir sér og borgað samfélaginu
til baka.
Þetta er margslungin læknisfræðileg og siðferðileg umræða sem taka þarf upp hér á landi sem og annars staðar

Heilsuganga fimmtudaginn, 12. ágúst.

Heilsuganga verður á morgunn fimmtudaginn 12. ágúst kl. 18.00 eins og verið hefur
í sumar í Laugardalnum. Hefur þú nýtt þér þetta? Ef ekki þá bíðum við spennt eftir
að fá þig og að kynnast þér betur.