Námskeið á vegum Kvan fyrir félaga á aldrinum 18 til 35 ára
Hægt er að skrá sig hjá Nýrnafleaginu, nyra@nyra.is eða á Kvan.is
Hægt er að skrá sig hjá Nýrnafleaginu, nyra@nyra.is eða á Kvan.is
Sunna Snædal Jónsdóttir hefur verið ráðin yfirlæknir nýrnalækninga.
Sunna lauk embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1999, sérfræðiréttindum í lyflækningum 2007 og sérfræðiréttindum í nýrnalækningum árið 2009 frá Svíþjóð. Sunna lauk doktorsprófi frá Karolinska Institutet árið 2016.
Hún starfaði sem kandidat á Landspítala 1999-2000, deildarlæknir frá 2000-2002 og hóf svo störf sem sérfræðingur í lyf- og nýrnalækningum árið 2012 eftir að hafa starfað í Svíþjóð í millitíðinni.
Sunna var formaður Vísindasiðanefndar í 4 ár og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum innan og utan Landspítala.
,,Þetta er gríðalegur áfangi segja læknarnir Runólfur Pálsson og Árni Sæmundsson“.
Aðgerðaþjarki var notaður í fyrsta sinn við nýrnaaðgerð á Landspítala í byrjun júní þegar nýra var tekið úr nýrnagjafa. Aðgerðin gekk vel og heilsast bæði nýrnagjafa og nýrnaþega vel.
Aðgerðin með þjarkanum markar enn ein tímamótin í nýrnaígræðslum á Íslandi og er þjónusta Landspítala sambærileg við stór og öflug sjúkrahús erlendis.
Nánar má lesa um þessa tímamótaaðgerð í frétt á vef Landspítala 👉 landspitali.info/nyrnaigraedslur-2024…
Hækkandi nýgengi listeríu í Evrópu, hugsanlega á Íslandi líka, sérstaklega hjá eldri einstaklingum, er áhyggjuefni þar sem listería getur valdið alvarlegum veikindum hjá viðkvæmum (þ.e. ónæmisbældum, ungbörnum og eldri einstaklingum).
Því er mikilvægt að leggja áherslu á forvarnir, vöktun og rannsóknir mögulegra hópsýkinga. Nauðsynlegt er að fræða áhættuhópa um tengsl listeríu við ákveðin matvæli sem borin eru fram óelduð, svo sem mjúkosta, hrátt grænmeti, reyktan/grafinn lax og kjötálegg. Mikilvægt er að hafa í huga að
jafnvel matvæli sem eru framleidd í samræmi við gæðastaðla geta valdið sýkingu hjá fólki með skert
ónæmiskerfi.
Sjá nánar hér: https://assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/6O7MyXE7nu0iKQgKE2MYMO/586472545ea982f1c00dbb7a077c3eb7/Fars_ttafr_ttir_16.__rg._1._t_lubl._Apr_l_2024.pdf
BREYTINGATILLAGA NÚMER 1.
GREIN 4-Aðalfundur, fastir liðir á aðalfundi skulu vera
Núverandi orðalag | Verður skv. tillögu: |
Kosning endurskoðenda til tveggja ára | Skoðunarmanns til eins árs |
Greinargerð: Góðgerðafélög þurfa ekki endurskoðanda og nú er Nýrnafélagið farið að nýta sér bókhaldsþjónustu sem færir allt bókhald í stað endurskoðanda.
BREYTINGATILLAGA NÚMER 2
Grein 4- Aðalfundur, kemur á eftir fastir liðir á aðalfundi………
Núverandi orðalag | Verður skv. tillögu: |
Endurskoðunarfyrirtæki sér um bókhald, launaútreikning……. | Bókhalds- eða endurskoðunarfyrirtæki sér um bókhald, launaútreikning……….. |
Greinargerð: Þarna þarf að víkka orðalagið til að stjórn geti nýtt sér bókhaldsþjónustu sem er alveg nóg og ódýrara fyrir góðgerðafélag, en hafa samt endurskoðandastofu inni ef að stjórn seinna meir kýs að nota endurskoðunarstofu í stað bókhaldsþjónustu.
BREYTINGATILLAGA NÚMER 3
Grein 4- Aðalfundur, kemur á eftir fastir liðir á aðalfundi………
Núverandi orðalag | Verður skv. tillögu: |
….jafnframt tilgreinir stjórn tvo trúnaðarmenn…. | Jafnframt tilgreinir stjórn trúnaðarmann og einn til vara |
Greinargerð: Það er nóg að hafa einn trúnaðarmann til að fara yfir reikninga en gott að hafa lika einn til vara
BREYTINGATILLAGA NÚMER 4
Grein 4- Aðalfundur, kemur á eftir fastir liðir á aðalfundi………
Innskot á eftir: sem fara yfir ársreikning og leggja hann síðan fyrir aðalfund
Núverandi orðalag | Verður skv. tillögu: |
Ekkert | Trúnaðarmaður er félagi í Nýrnafélaginu en má ekki sitja í stjórn. |
Greinargerð. Trúnaðarmaður er nýtt heiti fyrir skoðunarmann samkvæmt nýjum lögum
um Almannaheillafélög, svo að rétt þótti að útskýra þetta. En skoðunarmaður sem kosið er um verður að vera utanfélagsmaður.
BREYTINGATILLAGA NÚMER 5
GREIN 5-Stjórn félagsins, innskot á eftir: Allir stjórnarliðar geta boðið sig fram….
Núv. orðalag | Verður skv. tillögu: |
Ekkert | Stjórnarmaður sem hefur setið í þrjú kjörtímabil getur boðið sig fram til formanns. Ef að stjórn telur nauðsynlegt að stjórnarmaður eða formaður haldi áfram í stjórn eftir 3 kjörtímabil má stjórnin leggja fram undanþágu fyrir eitt kjörtímabil í viðbót fyrir aðalfund. Aðalfundur verður að samþykkja það með ¾ greiddra atkvæða. |
Greinargerð: Oft getur verið erfitt að manna stjórn sem byggir á sjálfboðavinnu og er þá nauðsynlegt að hafa varnagla til að grípa í ef að nauðsyn krefur. Einnig getur viðkomandi aðili verið að vinna að sértæku verkefni sem hann þarf lengri tíma til að geta klárað.
Staðsetning: Mannréttindahúsið, Sigtúni 42.