Sjálfboðaliða vantar í viðtöl hjá Landspítalanum vegna skilunar

Landspítalinn hefur hafið verkefni sem snýr að því að bæta þjónustu við sjúklinga á skilunardeild spítalans. Hluti af verkefninu er að taka viðtöl við einstaklinga sem hafa reynslu af blóðskilunarmerðferð á spítalanum.
Landspítalinn hefur nú leitað til okkar í Nýrnafélaginu til að fá fulltrúa frá sjúklingum í viðtöl vegna þessa verkefnis. Um er að ræða eitt viðtal þar sem rætt er við þig um þína upplifun af þjónustunni og hvað má betur fara. Viðtalið getur verið utan vinnutíma og á þínu heimili ef það hentar best.
Við viljum hvetja alla sem hafa verið í blóðskilun á Landspítalanum til að taka þátt í verkefninu og stuðla þannig að enn betri þjónustu fyrir okkur öll.
Ef þú vilt taka þátt biðjum við þig að senda tölvupóst á nyra@nyra.is sem fyrst þar sem viðtölin hefjast innan skamms.