Lagabreytingar sem verða lagðar fyrir aðalfund þann 16. apríl næstkomandi

BREYTINGATILLAGA NÚMER 1.

GREIN 4-Aðalfundur, fastir liðir á aðalfundi skulu vera

Núverandi orðalagVerður skv. tillögu:
Kosning endurskoðenda til tveggja áraSkoðunarmanns til eins árs

Greinargerð: Góðgerðafélög þurfa ekki endurskoðanda og nú er Nýrnafélagið farið að nýta sér bókhaldsþjónustu sem færir allt bókhald í stað endurskoðanda.

BREYTINGATILLAGA NÚMER 2

Grein 4- Aðalfundur, kemur á eftir fastir liðir á aðalfundi………

Núverandi orðalagVerður skv. tillögu:
Endurskoðunarfyrirtæki sér um bókhald, launaútreikning…….Bókhalds- eða endurskoðunarfyrirtæki sér um bókhald, launaútreikning………..

Greinargerð: Þarna þarf að víkka orðalagið til að stjórn geti nýtt sér bókhaldsþjónustu sem er alveg nóg og ódýrara fyrir góðgerðafélag, en hafa samt endurskoðandastofu inni ef að stjórn seinna meir kýs að nota endurskoðunarstofu í stað bókhaldsþjónustu.

 

BREYTINGATILLAGA NÚMER 3

Grein 4- Aðalfundur, kemur á eftir fastir liðir á aðalfundi………

Núverandi orðalagVerður skv. tillögu:
….jafnframt tilgreinir stjórn tvo trúnaðarmenn….Jafnframt tilgreinir stjórn  trúnaðarmann og einn til vara

Greinargerð: Það er nóg að hafa einn trúnaðarmann til að fara yfir reikninga en gott að hafa lika einn til vara

 

 

 

BREYTINGATILLAGA NÚMER 4

Grein 4- Aðalfundur, kemur á eftir fastir liðir á aðalfundi………

 

Innskot á eftir: sem fara yfir ársreikning og leggja hann síðan fyrir aðalfund

Núverandi orðalagVerður skv. tillögu:
EkkertTrúnaðarmaður er félagi í Nýrnafélaginu en má ekki sitja í stjórn.
  

Greinargerð. Trúnaðarmaður er nýtt heiti fyrir skoðunarmann samkvæmt nýjum lögum

um Almannaheillafélög,  svo að rétt þótti að útskýra þetta. En skoðunarmaður sem kosið er um verður að vera utanfélagsmaður.

 

 

BREYTINGATILLAGA NÚMER 5

GREIN 5-Stjórn félagsins, innskot á eftir: Allir stjórnarliðar geta boðið sig fram….

Núv. orðalagVerður skv. tillögu:
EkkertStjórnarmaður sem hefur setið í þrjú kjörtímabil getur boðið sig fram til formanns. Ef að stjórn telur nauðsynlegt að stjórnarmaður eða formaður haldi áfram í stjórn eftir 3 kjörtímabil  má stjórnin leggja fram undanþágu fyrir eitt kjörtímabil í viðbót fyrir aðalfund. Aðalfundur verður að samþykkja það með ¾ greiddra atkvæða.

Greinargerð: Oft getur verið erfitt að manna stjórn sem byggir á sjálfboðavinnu og er þá nauðsynlegt að hafa varnagla til að grípa í ef að nauðsyn krefur. Einnig getur viðkomandi aðili verið að vinna að sértæku verkefni sem hann þarf lengri tíma til að geta klárað.