Leitin að nýju nýra, þáttur á RÚV

Félagið vill vekja athygli á þessum þætti sem sýndur var á RÚV, 4. ágúst, 2021. Krossgjafir hafa verið þekktar en ekki yfir heimsálfur fyrr.
Sjá hér:https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/leitin-ad-nyju-nyra/31542/9cprb1
Leitin að nýju nýra
Jagten på en nyre
Fyrri hluti
Dönsk heimildarmynd í tveimur hlutum um Natöchu sem er 28 ára tveggja barna móðir með nýrnabilun. Hún hefur verið á biðlista fyrir gjafanýra í þrjú ár og óttast um líf sitt. Eitt örlagaríkt kvöld í Kaupmannahöfn öðlast hún von um að hægt sé að bjarga lífi hennar.

Heilsuganga í Laugardalnum

Fimmtudaginn fimmta ágúst, göngum við í Laugardalnum kl. 18.00.
Ganga við allra hæfi, mætum og aukum félagstengslin og heilsuna um leið.
Höfum gaman saman

Bólusetning og mótefnamæling hjá ónæmisbældum einstaklingum

Runólfur Pálsson skrifar:

Það gildir almennt um bólusetningar hjá ónæmisbældum einstaklingum að svörunin er ekki sú sama og hjá þeim sem hafa heilbrigt ónæmiskerfi. Því kemur ekki á óvart að mótefni mælist ekki hjá sumum einstaklingum með ígrætt líffæri. Bandarísk rannsókn sem birtist á dögunum sýndi að 54% líffæraþega reyndust hafa mælanleg mótefni eftir 2 skammta af Pfizer- eða Moderna-bóluefni gegn kórónuveirunni. Þótt mótefni finnist ekki í blóði í kjölfar bólusetningar er alls ekki útilokað að bólusetningin komi að gagni. Þetta mál er til skoðunar hér og líkt og í öðrum löndum. En vegna óvissu varðandi vernd gegn COVID-19 sem bólusetning veitir einstaklingum með ígrætt nýra er mikilvægt að þeir gæti áfram varkárni í samskiptum við fólk og leggi rækt við einstaklingsbundnar sóttvarnir þrátt fyrir að hafa fengið fulla bólusetningu.

RP

 

Aðalfundur Nýrnafélagsins 11. maí 2021

Gleðilegt sumar kæru félagar

Málþing á vegum ÖBÍ um sálfræðiþjónustu, þriðjudagurinn 20. apríl, kl. 13-17.

Dagskrá  – birt með fyrirvara um breytingar

13.00 – Velkomin – Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ
13.10 – Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra
13.30 – Kristbjörg Þórisdóttir, sálfræðingur á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
13.50 – Bergþór Njarðvík, notandi heilbrigðisþjónustu
14.10 – Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar
14.30 – Hlé
15.00 – Tryggvi Guðjón Ingason, formaður Sálfræðingafélags Íslands
15.20 – Emil Thoroddsen formaður málefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál
16.00 – Pallborðsumræður með fulltrúum flokka á Alþingi
16.50 – Samantekt og lokaorð
17.00 – Málþingi slitið

Tákn- og rittúlkun í boði.

Hægt verður að leggja fram spurningar gegnum Slido forritið meðan á málþingi stendur.

Skráning á mottaka@obi.is

Helstu ástæður nýrnabilunar á Íslandi 2020

Teknar hafa verið saman helstu orsakir lokastigsnýrnabilunar á Íslandi á síðasta ári, árið 2020: (ath er ekki alveg sama og helsta orsök nýrnasjúkdóma- því þeir leiða ekki alltaf til lokastigsnýrnabilunar)

  1. Nýrnaæðasjúkdómar (háþrýstingur) 31%
  2. Gauklasjúkdómar 24%
  3. Millivefsbólga –(lyf, steinar ofl) 14%
  4. Sykursýki 12%
  5. Blöðrunýrnasjúkdómur 6%
  6. Aðrir sjúkdómar

Þessar prósentutölur eru byggðar á tiltölulega fáum einstaklingum (49), en gefur góða hugmynd um stöðuna.

Alþjóðlegi Nýrnadagurinn er 11. mars

Nýrnafélagið vill vekja athygli í tilefni hans að ómeðhöndlaður hár blóðþrýstingur er ein algengasta orsök nýrnabilunar á lokastigi.

COVID bóluefnið og nýrnasjúkir

Runólfur Pálsson læknir skirfar:

Skiljanlega er uggur í fólki varðandi bólusetningu við COVID-19 þar sem þróun og innleiðing bóluefnisins hefur verið mjög hröð og óvissa um hvenær fólk geti átt kost á bólusetningunni. En það er í raun stórkostlegt að það skuli hafa tekist að þróa bóluefni á svo skömmum tíma og er sá árangur afsprengi vísindastarfs undanfarinna áratuga. Fram til þessa hefur ekkert bent til annars en að bóluefnið sé öruggt. Meiri reynsla af notkun bóluefnisins mun fást á næstu vikum og mun væntanlega varpa skýrara ljósi á öryggi þess.

Fólk með ígrætt nýra er aldrei þátttakendur í prófunum á nýju bóluefni. Þegar tekin er ákvörðun um að ráðleggja bólusetningu meðal nýraþega þá byggist hún á því að bóluefnið hafi reynst öruggt við prófanir á stórum hópum fólks auk þess sem horft er til jákvæðrar reynslu af öðrum bóluefnum hjá líffæraþegum. Vonandi verður hægt að veita nánari upplýsingar um bólusetningu einstaklinga með ígrætt nýra innan fárra vikna.

RP