Opið hús hjá Nýrnafélaginu 5. september.

Nýrnafélagið verður með opið hús þann 5. september næstkomandi í samstarfi við
ÖBÍ. Félagið flutti nýlega í Sigtún 42 og langar til að hitta félaga og sýna þeim
nýju skrifstofuna og aðstöðu félagsins. Tökum dagsetninguna frá og hittumst og
gleðjumst saman. Ekki er kominn nákvæmur tími en þetta verður um kaffileytið.
Hlökkum til að sjá ykkur.