Fyrirlestur um lífsgæði og kynlíf langveikra

Fyrirlestur um lífsgæði og kynlíf langveikra verður haldin á Grand Hótel  Þriðjudag 28. janúar kl. 20:00 – 21:30.  Fyrirlesari:Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í klínískri kynfræði (NACS) og starfsmaður verkefnisins Kynlíf og veikindi.
Jóna Ingibjörg Jónsdóttir:Lífsgæði fela í sér ýmsa þætti og er kynlíf eitt af þeim.  Það er ekki langt síðan það þótti ekki viðeigandi að ræða kynlíf við sjúklinga en í dag þykir eðlilegt að koma inn á þessi málefni.  Vitað er að margskonar veikindi geta valdið ýmsum breytingum hjá fólki sem hafa áhrif á kynlíf og kynhegðun einstaklinga. Margvíslegar lausnir eru í boði við þessháttar vanda. Gott kynlíf bætir líf okkar mikið og það er full ástæða til að njóta þeirra gæða sem kynlíf veitir þó að veikindi eða aldur mæði okkur.Við hvetjum félagsmenn okkar til að mæta
Félag nýrnasjúkra í samvinnu við LAUF-félag flogaveikra, Samtök sykursjúkra og FAAS – félag aðstandenda fólks með alzheimer og skylda sjúkdóma