Nýrnabilun hefur áhrif á kynlífið

Lífsgæði fela í sér ýmsa þætti og er kynlíf eitt af þeim.  Það er ekki langt síðan það þótti ekki viðeigandi að ræða kynlíf við sjúklinga en í dag þykir eðlilegt að koma inn á þessi málefni.  Vitað er að margskonar veikindi geta valdið ýmsum breytingum hjá fólki sem hafa áhrif á kynlíf einstaklinga. Það getur verið minnkuð löngun til kynlífs, risvandamál, sársauki og þurrkur  í leggöngum svo eitthvað sé nefnt. Sjúklingar eiga að geta talað um vandamál sín við þá hjúkrunarfræðinga sem þeir treysta og finnst auðvelt að ræða við um sín mál. Geti þeir ekki leyst úr málum vísa þeir  áfram til fagaðila í kynferðismálum.

F.h. hjúkrunarfræðinga skilunardeildar
Guðrún Ingadóttir hjúkrunarfræðingur