Bólusetjum okkur fyrir Inflúensu

Nýrnasjúkum og nýrnaþegum er mjög mikilvægt að fá allar þær varnir sem bjóðast til að draga úr hættu á því að fá inflúensu sem oft getur reynst fólki skæð. Landlæknir segir um það hverja þurfi að bólusetja fyrir inflúensu: „Allir eldri en 60 ára sem og börn og fullorðnir, sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna-, og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum. Þungaðar konur og heilbrigðisstarfsmenn sem annast sjúklinga“. Þá er bara að fara að þeim ráðum.