Góður aðalfundur, nýr formaður

Góðum aðalfundi félagsins lokið. Nýr formaður er Hannes Þórisson hann er boðinn velkominn til starfa. Við þökkum Guðrúnu Þorláksdóttur kærlega fyrir formensku félagsins síðustu tvö ár. Hildigunnur minnti okkur svo á hvað er mikilvægast í lífinu og hvernig við getum ræktað hamingju okkar og betra líf.

Hallgrímur Viktorsson, Kristín Sæunnar- Sigurðardóttir, Helga J. Hallgrímsdóttir, Hannes Þórisson, Margrét Haraldsdóttir, Einar Björnsson og Björn Magnússon. 

Aðalfundur 26. mars kl. 17:00

Þann 26. mars n.k. heldur Félag nýrnasjúkra aðalfund sinn kl. 17 í Hátúni 10, 9. hæð.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundastörf samkvæmt lögum félagsins. Samkvæmt tillögu frá síðasta aðalfundi verður lögð fyrir lagabreyting um að aðalfundur geti verðið haldinn síðar á árinu vegna samgangna þ.e. fyrir 15. maí í stað fyrir lok mars.
Kosinn verður nýr formaður félagsins.
Hildigunnur Friðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur líffæraþegaþjónustu LandspítalansRæðir við okkur um málefni líffæraþega og hvernig má viðhalda góðu lífi með nýju líffæri.

Boðið verður uppá léttar veitingar.
Hittumst heil

Hreyfingarleysi veldur tvöfalt fleiri dauðsföllum

Frétt úr Kjarnanum:
Hreyfingarleysi veldur tvöfalt fleiri dauðsföllum en offitaRitstjórn KjarnansSunnudagur 18. janúar 2015 17:02Tvöfalt fleiri deyja af völdum hreyfingarleysis en af völdum offitu, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem unnin var við Cambridge-háskóla og birtist í American Journal of Clinical Nutrition í vikunni. Samkvæmt rannsókninni getur 20 mínútna göngutúr á hverjum degi dregið stórlega úr hættu á ótímabæru dauðsfalli.Til að mæla tengsl milli hreyfingarleysis og ótímabærra dauðsfalla, sem og hvernig offita tengist hvoru tveggja, voru gögn um 334.151 karla og konur í Evrópu skoðuð. Á tólf ára tímabili voru hæð, þyngd og ummál mittis mæld og þá var fólk látið meta hversu mikla hreyfingu það fékk.Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar var munurinn mestur þegar þeir sem hreyfa sig ekkert voru bornir saman við þá sem hreyfa sig frekar lítið. Rannsakendur meta það sem svo að með því að hreyfa sig sem nemur 20 mínútna göngutúr á dag, sem brennir á bilinu 90 til 110 kaloríum, sé hægt að minnka líkur á ótímabærum dauða um 16 til 30 prósent. Með göngutúrnum færist fólk úr algjöru hreyfingarleysi í næsta hóp, þann sem hreyfir sig frekar lítið.676 dauðsföll rakin til hreyfingarleysis

Höfundar rannsóknarinnar notuðu einnig nýjustu tölur um dauðsföll í Evrópu. Þeir telja að 337 þúsund af 9,2 milljón dauðsföllum meðal Evrópubúa orsakist af offitu, það er að fólk hafi verið með BMI stuðul yfir 30. Aftur á móti telja þeir að tvöfalt fleiri eða 676 þúsund dauðsföll megi rekja til hreyfingarleysis.

„Þetta eru einföld skilaboð: smá hreyfing á hverjum degi gæti haft umtalsverð áhrif á heilsu þeirra sem hreyfa sig ekkert. Jafnvel þó við höfum komist að því að aðeins 20 mínútur myndu breyta ýmsu, þá ættum við að horfa til þess að gera meira – það er sannað að hreyfing hefur mikla heilsubót í för með sér og ætti að vera mikilvægur hluti af daglegu lífi,“ segir Ulf Ekelund prófessor sem leiddi rannsóknina í viðtali við Science Daily. Nick Wareham prófessor bætir því við að auðveldara geti verið að fá fólk til að stunda hreyfingu af þessu tagi en að fá of feita til þess að léttast mikið. Þó eigi áfram að stefna að því fækka of feitu fólki.  

http://kjarninn.is/2015/01/hreyfingarleysi-veldur-tvofalt-fleiri-daudsfollum-en-offita/

Afhending seinni vatnshreinsivélarinnar

Nú var komið að því að afhenda formlega vatnsvélarnar, sú fyrri fór á Selfoss fyrr í vetur og þá hittumst við ekkert en nú er komið að því að senda vélina sem fer norður á Akureyri og þá þótti tilvalið að hittast. Stjórn félagsins mætti ásamt framkvæmdastjóra og við hittum Margréti Ásgeirs, Runólf, hjúkrunarkonur að norðan og fleiri. Vélarnar kostuðu um þrjár milljónir fyrir utan virðisauka. Þetta var mjög ánægjuleg og stórum áfanga náð.

Margrét Ásgeirsdóttir með vatnshreinsivélina

Við eigum svo mörgum að þakka fyrir að kaupin á þessum vélum voru möguleg. 
Við þökkum öllum þeim sem lögðu okkur lið við kaup á vatnshreinsivélunum. Nú er blóðskilun í boði utan Reykjavíkur, þökk sé ykkur.
Allir þeir einstaklingar sem gáfu minningargjafir með því að senda minningakortin okkar ogAuður Hermundsdóttir
Þau hlupu í Reykjavíkurmaraþoni 2014 til fjáröflunar fyrir félagið:
Adda Hólmarsdóttir
Aðalsteinn Ragnarsson
Anna Berglind Jónsdóttir
Anna Guðrún Halldórsdóttir
Anna Rúnarsdóttir
Anna Erla Valdimarsdóttir
Anna Viðarsdóttir
Ármann Ólafsson
Áróra Lind Biering
Auður Ósk Auðunsdóttir
Dagur Þórðarson
Elín Hrefna Hannesdóttir
Elín Sigríður Sævarsdóttir
Elísabeg Ingadóttir
Elva Ýr Magnúsdóttir
Eva Ólafsdóttir
Finnur Már Erlendsson
Guðbjörg Lára Wathne
Guðjón Jóhannsson
Guðjón Óttarsson
Guðrún Lára Wathne
Guðrún Þorláksdóttir
Gunnar Biering
Gunnhildur Guðbjörnsdóttir
Hafdís Elva Sævarsdóttir
Halldór Ásmundsson
Harpa Arnþórsdóttir
Haukur Ingi Heiðarsson
Hólmar Þór Stefánsson
Hrefna Guðmundsdóttir
Ingi Rafn Ólafsson
Jóhanna Helga Sigtryggsdóttir
Jón Lárus Stefánsson
Jónína Magnúsdóttir
Kristinn Einarssson
Leifur Gauti Sigurðsson
Líf Þórðardóttir
Nathalia Druzin Halldórsdóttir
Olga Rún Biering
Ólafía Lára Lárusdóttir
Ólafur Kristínn Magnússon
Ólafur Skúli Indriðason
Ólöf Inga Guðbjörnsdóttir
Ósk Ómarsdóttir
Ragnar Sverrisson
Ragnhildur Guðrún Baldursdóttir
Róbert Rúnar Sigmundsson
Rúnar Kristínsson
Sandra Hrund Ragnarsdóttir
Sigríður Erlendsdóttir
Sigríður Guðrún Magnúsdóttir
Sindri Bergmann Eiðsson
Sólrún B. Guðbjartsdóttir
Sólrún Guðfinna Rafnsdóttir
Stefán Magnússon
Svanhildur Ásta Kristjánsdóttir
Vigdís Beck
Vigdís Margrétardóttir Jónsdóttir
Þorbjörg Lilja Jónsdóttir
Margrét Sigurlaug Stefánsdóttir
Sigríður Sigurðardóttir
Kristín Arna Hauksdóttir
Kolbrún Vilhjálmsdóttir 

Kvenfélögin styrktu okkur til þessara kaupa, þau hafa áður reynst okkur vel:
Kvenfélag Aðaldæla
Kvenfélag Akureyrarkirkju
Kvenfélag Hríseyjar
Kvenfélag Biskupstungna
Kvenfélag Hríseyjar
Kvenfélag Keldhverfinga
Kvenfélag Laugdæla
Kvenfélag Reykjahrepps
Kvenfélag Selfoss
Kvenfélag Þorlákshafnar 
Kvenfélagið Baldursbrá
Kvenfélagið Hlíf
Kvenfélagið Stjarnan
Kvenfélagið Von
Kvenfélagið Vonin 

Þessi fyrirtæki styrktu félagið til kaupanna: 
Efnissala G.E.Jóhannssonar hf.
Húsasmiðjan ehf.
Iceland Seafood ehf.
Landsbanki 
Norðurorka

Frétt á visi.is um vatnshreinsivélarnar

KOLBEINN TUMI DAÐASON SKRIFAR
Félag nýrnasjúkra hefur fært skilunardeildinni á Landspítala að gjöf tvö vatnshreinsitæki. Félagið safnaði fé til kaupa á tækinu meðal annars með áheitum í Reykjavíkurmaraþoninu, auk þess sem ýmis félagasamtök um allt land lögðu til fé. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum.

Vatnshreinsitæki eru nauðsynleg með blóðskilunarvélum við blóðskilun utan skilunardeildar Landspítala. Þau nýtast og eiga eftir að koma að góðu gagni á blóðskilunareiningum sem verið er að opna á sjúkrahúsinu á Selfossi og Akureyri. Svo er Félagi nýrnasjúkra fyrir að þakka en það hefur stutt dyggilega við skilunardeildina í mörg ár að því er segir í tilkynningunni.  

http://www.visir.is/felag-nyrnasjukra-gaf-skilunardeildinni-vatnshreinsitaeki/article/2015150229376

Tafir á nýju húsnæði fram til páska

Við áttum von á því að vera löngu komin með skrifstofu félagsins í nýja húsnæðið eins og við sögðum frá í fréttabréfi okkar í nóvember, en framkvæmdir hafa tafist svo að nú stefnir á að við flytjum ekki fyrr en um páska eða jafnvel eftir það.

Gestur á opnu húsi 3. febrúar

Opið hús verður hjá félaginu þriðjudaginn 3. febrúar kl. 17 (til 19), í Hátúni 10b 9. Hæð (Gamla staðnum, þeim gengur ekkert að koma nýju aðstöðunni í stand) Gestur fundarins verður Grímur Brandsson en hann er í kviðskilun og ferðaðist til Bandaríkjanna í haust og dvaldi þar í nokkra mánuði. Hann segir okkur frá ferðinni og hvernig honum gekk.  Við spjöllum svo saman yfir kaffinu.

Mikilvægi hreyfingar fyrir heilsuna

Grand Hótel, laugardaginn 17. janúar kl. 11.00  
Ingibjörg H. Jónsdóttir heldur fyrirlestur um mikilvægi hreyfingar fyrir heilsuna í Gullteigi á Grand Hóteli laugardaginn 17. janúar kl. 11.00. Ingibjörg er prófessor í hreyfingu og heilsu við Gautaborgarháskóla og forstöðumaður Streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar.
Að loknum fyrirlestrinum mun Auður Ólafsdóttir sjúkraþjálfari fjalla um virkni hreyfiseðla á Íslandi.

Fyrirlesturinn er öllum opinn og ókeypis en fjöldi þátttakenda er takmarkaður og því er nauðsynlegt að skrá þátttöku á síðu www.parkinson.is eða  í síma 552-4440. 
Skráningu lýkur fimmtudaginn 15. janúar.

Léttar veitingar í boði Parkinsonsamtakanna 

Greiðsluáætlun og breytingar hjá TR

Við viljum vekja athygli ykkar á frétt á vef Tryggingastofnunar um greiðsluáætlun og tekjuáætlun ársins 2015.   

http://www.tr.is/tryggingastofnun/frettir/nr/1540?CacheRefresh=1

Þessar áætlanir verða birtar á Mínum síðum þann 16. janúar nk.  Þann dag verða líka greiddar út leiðréttingar vegna breytinga á lögum og reglugerðum sem tóku gildi 1. janúar sl.  

Frétt á tr.is um breytingar á fjárhæðum

Við viljum vekja athygli ykkar á nýrri frétt á tr.is um þær breytingar  á fjárhæðum og frítekjumörkum sem tóku gildi 1. Janúar.

http://www.tr.is/tryggingastofnun/frettir/nr/1539

Leiðrétting á greiðslum vegna breytinganna verður greidd út um miðjan janúar 2015.