Gestur á opnu húsi 3. febrúar

Opið hús verður hjá félaginu þriðjudaginn 3. febrúar kl. 17 (til 19), í Hátúni 10b 9. Hæð (Gamla staðnum, þeim gengur ekkert að koma nýju aðstöðunni í stand) Gestur fundarins verður Grímur Brandsson en hann er í kviðskilun og ferðaðist til Bandaríkjanna í haust og dvaldi þar í nokkra mánuði. Hann segir okkur frá ferðinni og hvernig honum gekk.  Við spjöllum svo saman yfir kaffinu.