Aðalfundur 26. mars kl. 17:00

Þann 26. mars n.k. heldur Félag nýrnasjúkra aðalfund sinn kl. 17 í Hátúni 10, 9. hæð.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundastörf samkvæmt lögum félagsins. Samkvæmt tillögu frá síðasta aðalfundi verður lögð fyrir lagabreyting um að aðalfundur geti verðið haldinn síðar á árinu vegna samgangna þ.e. fyrir 15. maí í stað fyrir lok mars.
Kosinn verður nýr formaður félagsins.
Hildigunnur Friðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur líffæraþegaþjónustu LandspítalansRæðir við okkur um málefni líffæraþega og hvernig má viðhalda góðu lífi með nýju líffæri.

Boðið verður uppá léttar veitingar.
Hittumst heil