Frétt á visi.is um vatnshreinsivélarnar

KOLBEINN TUMI DAÐASON SKRIFAR
Félag nýrnasjúkra hefur fært skilunardeildinni á Landspítala að gjöf tvö vatnshreinsitæki. Félagið safnaði fé til kaupa á tækinu meðal annars með áheitum í Reykjavíkurmaraþoninu, auk þess sem ýmis félagasamtök um allt land lögðu til fé. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum.

Vatnshreinsitæki eru nauðsynleg með blóðskilunarvélum við blóðskilun utan skilunardeildar Landspítala. Þau nýtast og eiga eftir að koma að góðu gagni á blóðskilunareiningum sem verið er að opna á sjúkrahúsinu á Selfossi og Akureyri. Svo er Félagi nýrnasjúkra fyrir að þakka en það hefur stutt dyggilega við skilunardeildina í mörg ár að því er segir í tilkynningunni.  

http://www.visir.is/felag-nyrnasjukra-gaf-skilunardeildinni-vatnshreinsitaeki/article/2015150229376