Félagið styrkir blóðskilunar deildina á Akureyri

Nýrnafélagið lætur hluta af afrakstri Maraþonsins 2019 renna til blóðskilunar deildarinnar á Akureyri.
13 aðilar hafa skráð sig í hlaupið sem hlaupa fyrir félagið í ár.
Nú þurfa félagar að taka við sér og styrkja hlauparana okkar.

Nýrnafélagið

Á aðalfundi þann 14. maí síðastliðnn var samþykkt að Félag nýrnasjúkra myndi framvegis heita Nýrnafélagið. Einnig voru allar tillögur stjórnar til lagabreytinga samþykktar.
Ný stjórn var kosin og hana skipa  Helga Jóhanna Hallgrímsdóttir formaður, Signý Sæmundsdóttir varaformaður, Þuríður Þorbjarnardóttir ritari, María Dungal meðstjórnandi og Nanna Baldurstóttir meðstjórnandi.
Varamenn eru þau Margrét Haraldsdóttir  og Magnús Sigurðsson. 

Stuðningshópur fyrir aðstandendur, 6. febrúar

 Gunnhildur Heiða Axelsdóttir, fjölskyldufræðingur Félags nýrnasjúkra leiðir hópinn.
Þetta verður haldið  6. febrúar 2019, kl. 17.00 í Setrinu að Hátúni 10, 105 Reykjavík.
Áhersla verður á að styðja við maka og aðstandendur, gefa ráð og leiðbeiningar.
Fólk fær heimaverkefni til að byggja sig betur upp og hlú að sér. 
Hugmyndin er að byggja upp stuðning við aðstandendur í bland við fræðslu. 

Hvernig hugsum við um okkur sjálf?

Námskeið verður haldið á vegum Félags nýrnasjúkra og ber það yfirskriftina: Sjálfheilun-hvernig hugsum við um okkur sjálf.
Lærum að hlúa að okkur á réttan hátt og efla skilning okkar á eigin þörfum.

Farið verður í æfingar til að losa um tilfinningalega spennu
Öndunaræfingar
Hugleiðsluæfingar (núvitund)
Skapandi hugsýnir (mikilvægt til að stýra líðan sinni og hafa áhrif á heilsuna)
Sjálfsdáleiðsluæfingar
Mataræði

Námskeiðið er byggt á æfingum sem efla tilfinningu fyrir eigið ágæti (eiginleikum) og hvað það er sem við viljum laða fram í fari okkar. Kenndar verða sannreyndar æfingar til að bæta svefn, lágmarka kvíða, streitu og depurð.

Námskeiðið verður annan hvern mánudag í fimm skipti og kostar kr. 5000.
Þátttakendur fá æfingar til að æfa sig heima á milli tíma.
Námskeiðið heldur Gunnhildur Heiða Axelsdóttir, fjölskylduráðgjafi félagsins
Námskeiðið byrjar 28. janúar kl. 14:00 til 15:30.

Skráning á nyra@nyra.is eða gunnhildur@vinun.is eða í síma 561 9244

Jólafundur 2018

Jólafundur Félags nýrnasjúkra verður haldinn fimmtudaginn 6. des. kl. 17.00 að Hátúni 10.
Dagskrá: Silja Dögg Gunnarsdóttir alþingismaður flytur ávarp.
Signý Sæmundsdóttir og félagar sjá um jólatónana.
Marín Guðrún Hrafnsdóttir segir frá langömmu sinni Guðrúnu frá Lundi.
Jólahappdrætti, heitt súkkulaði, glens og gaman. Aðgangur ókeypis. 

Sólborg Hermundsd. á Opnu húsi

Opið hús verður þann 6. nóvember næstkomandi að Hátúni 10.
Gestur fundarins verður Sólborg Hermundsdóttir sjúkraþjálfari og mun hún leiðbeina okkur með hreyfingu með tilliti til nýrnasjúkra.
Nýjustu rannsóknir sýna að hreyfing er bránauðsynleg fyrir alla og líka þá sem veikir eru af langvinnum sjúkdómum eins og nýrnabilun.

Fundurinn hefst kl. 17.00 og eru allir velkomnir.

50 ára afmæli blóðskilunar á Íslandi

Þann 15. ágúst sl. voru 50 ár liðin frá því að blóðskilun hófst á Landspítalanum og á Íslandi.
Af því tilefni verður haldið málþing um þjónustu fyrir nýrnasjúklinga föstudaginn 12. október 2018.
Samkvæmi verður um köldið.
Allir velkomnir 

Málþing

Námskeið í djúpslökun í boði félagsins

 Á námskeiðinu verður farið í þætti sem virka við streitutengdum einkennum.
Kenndar verða aðferðir til að dýpka öndun, íhugun (mind fulness) og sjálfsdáleiðslu.
Farið verður yfir mikilvægi innra samtals og hvernig maður styrkir sálfsmynd sína og innsæi.
Góð slökun og öndunaræfingar auka blóðflæði líkamans, bæta svefn, losa um kvíða og þunglyndi og koma í veg fyrir bólgutengd einkenni.
Námskeiðið hefst 24. september og fer fram í Setrinu Hátúni 10 milli kl. 17:30 til 19:00 í fjögur skipti, alltaf á mánudögum.
Skráning fer fram á netfanginu gunnhildur@vinun.is eða hjá félaginu nyra@nyra.is.
Námskeiðið er i boði Félags nýrnasjúkra. 

Könnun sem Runólfur Pálsson biður fólk að taka

Mig langar til að vekja athygli Félags nýrnasjúkra á könnun sem beinist að meðferð og þjónustu vegna nýrnabilunar á lokastigi í Evrópu.
Markmið könnunarinnar er að draga lærdóm af reynslu sjúklinga við val á meðferðarúrræði við lokastigsnýrnabilun. Æskilegt er að sem flestir íslendingar sem gengist hafa undir meðferð við lokastigsnýrnabilun taki þátt í þessari könnun.
Kær kveðja, Runólfur Pálsson nýrnalæknir.
Meðfylgjandi er linkur inn á könnunina.

Könnun

Tekur þú þátt í Reykjavíkurmaraþoninu?

Skráðu þig til leiks í Reykjavíkurmaraþoninu og styrktu Félag nýrnasjúkra, félaginu vantar fleiri hlaupara. Ef þú getur ekki hlaupið farðu inn á hlaupastyrkur.is og styrktu félagið með því að heita á þá hlaupara sem hlaupa fyrir félagið. Þinn styrkur er okkar von.