Stuðningshópur fyrir aðstandendur, 6. febrúar

 Gunnhildur Heiða Axelsdóttir, fjölskyldufræðingur Félags nýrnasjúkra leiðir hópinn.
Þetta verður haldið  6. febrúar 2019, kl. 17.00 í Setrinu að Hátúni 10, 105 Reykjavík.
Áhersla verður á að styðja við maka og aðstandendur, gefa ráð og leiðbeiningar.
Fólk fær heimaverkefni til að byggja sig betur upp og hlú að sér. 
Hugmyndin er að byggja upp stuðning við aðstandendur í bland við fræðslu.