Félag nýrnasjúkra stofnaðili að stuðningsnetinu

Mér er það mikill heiður að fá að tilkynna að Félag nýrnasjúkra er eitt stofnfélaga Stuðningsnets sjúklingafélaga sem stofnað var í gær þann 18.01.18. Framkvæmdastjóri ásamt tveimur félögum sátu námskeið netsins í síðustu viku, og telja  að nú sé ekkert að vanbúnaði að félagar geti nýtt sér þessa þjónustu eða gerist sjálfir stuðningsaðilar og fari á námskeið. Allar upplýsingar fáið þið hér: http://studningsnet.is/ eða hjá félaginu í síma 561 9244.

Gleðilegt ár 2018

Kæru félagar og velunnarar.
Stjórn Félags nýrnasjúkra óskar ykkur gleðilegs árs með þökk fyrir samvinnuna á árinu 2017.
Ykkur er boðið á opið hús þann 6. febrúar að Hátúni 10, klukkan 17.00. Vonandi sjá sér sem flestir fært að mæta. Hlökkum til að sjá ykkur.

Gleðileg jól og gott og farsælt komandi ár

Kæru félagar um leið og við óskum ykkur gleðilegra jóla vill stjórn Félags nýrnasjúkra þakka ykkur farsælt samstarf á árinu sem er að líða og hlakkar til áframhaldandi samstarfs.

Skrifstofan er lokuð frá 18.12.2017 til 5.01.2018

Kæru félagar.
Skrifstofan er lokuð frá 18.12.2017 til 5.01.2018. Síminn er alltaf opinn og þið getið náð okkur í símanúmerinu 561 9244.
Opið hús verður þriðjudaginn 6. febrúar að Hátúni 10 kl. 17.00. 

30. Nóv Jólafundur

JÓLA-SKEMMTI-FUNDURSameiginlegur jólafundur LAUF – félags flogaveikra, Samtaka sykursjúkra og Félags nýrnasjúkra, verður haldinn fimmtudagskvöldið 30.nóv næstkomandi, kl.20 í Hásal, nýjum veislusal í Hátúni 10, gengið inn hjá versluninni.

DAGSKRÁ
Tónlist: Hildur Vala syngur við undirleik Jóns Ólafs
Sr.Davíð Þór Jónsson í Laugarneskirkju flytur hugvekju
Vilborg Davíðsdóttir, rithöfundur, les úr nýrri bók sinni Blóðug Jörð
Jólakaffiveitingar

Hvetjum félagsmenn allra félaganna til að fjölmenna og taka með sér gesti.
ALLIR VELKOMNIR!

SAMTÖK SYKURSJÚKRA
FÉLAG NÝRNASJÚKRA
LAUF – FÉLAG FLOGAVEIKRA

Íslenskir nýrnasjúklingar settir í forgang

Íslendingar á biðlista eftir nýrnaígræðslu í gegnum norrænt samstarf um líffæragjafir voru settir í forgang eftir fund líffæraígræðsluteymis Landspítalans með fulltrúum Sahlgrenska háskólasjúkrahússins í Svíþjóð í nóvember í fyrra.

Níu aðgerðir hafa verið gerðar það sem af er þessu ári sem er met.

Ófremdarástand var í þessum málaflokkum í fyrra þar sem aðeins ein aðgerð hafði verið framkvæmd þegar teymið óskaði eftir fundi með fulltrúum sjúkrahússins til að krefjast skýringa.
Það skilaði sér í því að algjör viðsnúningur hefur orðið í ár.
„Við vorum óánægð með hversu fá nýru við vorum að fá úti í Gautaborg því við höfðum verið að gefa heilmikið af nýrum í verkefnið. Þeir brugðust vel við og árangurinn talar sínu máli“ segir Runólfur Pálsson yfirlæknir nýrnalækninga og umsjónarmaður líffæraígræðsluteymis Landsspítalans.

„Allir íslensku einstaklingarnir á biðlistanum voru settir í forgang og það hafa verið níu nýrnaígræðslur frá látnum gjöfum í Gautaborg á þessu ári. Á sama tíma hafa verið átta frá lifandi gjöfum þannig að þetta hafa verið 17 ígræðslur alls, og það er það mesta sem nokkurn tímann hefur verið á einu ári“.

Samstarfið sem um ræðir er undir merkjum ígræðslustofnunarinnar Scandiatransplant sem starfrækir líffærabanka. Líffæri sem íslendingar gefa fara í bankann og ígræðsla fer oftast fram á Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu í Svíþjóð sem er samstarfssjúkrahús verkefnisins.
Að meðaltal höfðu íslendingar verið að fá um fimm til sex nýrnaígræðslur á ári í gegnum samstarfið, átta árið 2015 en síðan aðeins eina í fyrra. Fundurinn virðist því hafa verið mikilvægur vendipunktur.

„Samt sem áður eru enn ellefu íslendingar á biðlistanum í Gautaborg sem sýnir hvað þörfin er mikil. Svo erum við með í kringum 15 einstaklinga í undirbúningi fyrir nýrnaígræðslu frá lifandi gjafa sem gerðar eru á Landspítalanum. Þannig að það er eins gott að það var hægt að bregðast við þessu“.  (SMJ Fréttablaðið)

Stuðningsfulltrúar nýrnasjúkra, umræða á Opnu Húsi

Opið hús verður á morgunn, 7. nóvember í Setrinu, Hátúni 10.
Umræðuefnið verður hvernig sérð þú fyrir þér hvernig stuðningsfulltrúar félagsins komi að sem mestu gagni.
Hlakka til að sjá ykkur. 

Opið hús, 7. nóvember kl. 17.00 í Hátúni 10

Opið hús verður 7. nóvember næstkomandi kl. 17.00 í Setrinu, Hátúni 10.
Ef að þú ert nýrnasjúkur eða aðstandandi þá eru sérlega velkominn, hér færðu jafningjafræðslu í formi reynslu annarra nýrnasjúklinga sem eru ósparir á að deila henni með þér. 

Jóga námskeið

Jóga námskeið verður haldið fyrir félaga að Hátúni 10, dagana 20. 27. október og 3. og 10. nóvember 
klukkan 13:30 til 14:30. Jóga námskeiðið hentar öllum og mælt er með því fyrir nýrnasjúka.
Þátttakendur geta setið á stól ef að það hentar betur.
Skráning á nyra@nyra.is eða í síma 896 6129
Aðgangur ókeypis fyrir félagsmenn.

Stuðningsfundur með jógaívafi 3. október

Stuðningsfundur þriðjudaginn 3. október kl 17:00 að Hátúni 10.
Kynning á jóganámskeiði sem haldið verður næstu 4 vikurnar, endurgjaldslaust fyrir félagsmenn.
Láttu þig ekki vanta, heitt á könnunni og við hlökkum til að sjá þig.