Félag nýrnasjúkra stofnaðili að stuðningsnetinu

Mér er það mikill heiður að fá að tilkynna að Félag nýrnasjúkra er eitt stofnfélaga Stuðningsnets sjúklingafélaga sem stofnað var í gær þann 18.01.18. Framkvæmdastjóri ásamt tveimur félögum sátu námskeið netsins í síðustu viku, og telja  að nú sé ekkert að vanbúnaði að félagar geti nýtt sér þessa þjónustu eða gerist sjálfir stuðningsaðilar og fari á námskeið. Allar upplýsingar fáið þið hér: http://studningsnet.is/ eða hjá félaginu í síma 561 9244.