Vorferð sunnudaginn 28. maí

Félagsmönnum verður boðið í vorferð, sunnudaginn 28. maí.

Lagt verður af stað frá Hátúni 10 kl 11:00 og ekið uppí Borgarnes þar sem stoppað verður í Landnámssetri Íslands. Þar verður í boði að skoða tvær sýningar og jafnframt boðið uppá hádegisverð. Þaðan verður farið Í Reykholt þar sem hægt verður að skoða sig um. Eftir það verður stefnan sett aftur til Reykjavíkur. Áætluð koma verður milli kl. 17 og 18.

Þátttakendur í vorferðina þurfa að skrá sig í síðasta lagi 24. maí með tölvupósti á netfangið nyra@nyra.is eða í síma 896-6129 / 841-2200

Aðalfundur 16. maí kl 20

Þriðjudaginn 16. maí kl 20:00 verður aðalfundur Félags nýrnasjúkra haldinn í Hátúni 10, 1. hæð.
Á dagskrá verða venjuleg aðalfundastörf samkvæmt lögum félagsins.
Sérstakur gestur verður Salvör Nordal forstöðumaður siðfræðistofnunar Háskóla Íslands. Hún mun ræða umsögn stofnunarinnar, vegna þingsályktunar um ætlað samþykki við líffæragjafir. Opið verður fyrir spurningar og almenna umræðu.

Í boði verða léttar veitingar.

Opið hús: Nýr framkvæmdastjóri kynnir sig

Halló, halló! Það er opið hús hjá okkur í dag þriðjudaginn 7. mars kl. 17 til 19 í Hátúni 10. Nýr framkvæmdastjóri félagsins kynnir sig og ræðir reynslu sína af nýrnasjúkdómum ofl. Við spjöllum saman og það verður eitthvað gott með kaffinu. Allir velkomnir.

Nýr framkvæmdastjóri félagsins

Í gær 21. febrúar skrifaði stjórn félagsins undir ráðningasamning við Vilhjálm Þór Þórisson sem tekur við framkvæmdastjórastöðu hjá Félagi nýrnasjúkra frá og með 1. mars n.k. Félagið býður Vilhjálm hjartanlega velkominn til starfa og væntir mikils af honum.

Einkar fróðlegt á opnu húsi

 Við fengum mjög góðan gest á opna húsinu í gær. Ólafur Skúli Indriðason læknir kom og ræddi ýmis mál við hópinn í góðu spjalli. Hann sagði okkur frá því hvernig nýrnasjúkdómar uppgötvast oftast. Hann greindi frá ýmsum nýjungum sem voru kynntar á ráðstefnu sem hann sótti nýlega. Bæði lyf og ný tæki. Hann sagði einnig frá ákaflega áhugaverðum rannsóknum sem hafa verið birtar nýlega. Hann gaf okkur margvísleg góð ráð og svaraði fjölda spurninga. Við vorum sannalega ánægð og nokkuð fróðari að loknum þessum fundi.

Ólafur Skúli læknir kemur í spjall

Opið hús þriðjudaginn 7. febrúarkl. 17:00 – 19:00 Í Hátúni 10 Rvk.
Ólafur Skúli Indriðason læknir kemur og spjallar
við okkur um nýrnasjúkdóma og ýmislegt sem fylgir
þeim veikindum.
Allir eru velkomnir

Nýtt fréttabréf er á leiðinni

Fréttabréf félagsins er komið í dreifingu og ætti nú að berast félagsmönnum. Fréttabréfið má auðvitað einnig lesa hér á heimasíðu félagsins undir textanum fréttabréf, þar er einnig að finna eldri fréttabréf.

Félagið leitar nýs starfsmanns

Félagið leitar nýs starfsmanns. 
Í lok febrúar lætur hún Kristín okkar  af störfum fyrir félagið. Hún vill fara á eftirlaun. Þrátt fyrir  hvatningu stjórnarmanna um að halda frekar áfram vinnu fyrir félagið er  hún staðföst í þessu. 
Stjórn Félags nýrnasjúkra er því í þeim vandasömu sporum að leita að nýjum starfsmanni.  
Kristín hefur verið framkvæmdastjóri félagsins í 5 ár og hefur verið í  40% starfi þann tíma. Skrifstofa félagsins er opin miðvikudaga og  fimmtudaga og í raun hluta úr þriðjudeginum.
Stjórnin hefur ákveðið að leita til félagsmanna eftir ábendingum um góðan starfsmann sem væri fær og tilbúinn að taka að sér starfið. Það er kostur að hafa góða innsýn í vanda nýrnasjúkra. Félagið er með heimasíðu og facebook. Afla þarf félaginu tekna með því að sækja um styrki og vaka yfir þeim. Skrifa fréttabréf og umsagnir til stjórnvalda, svara bréfum og símtölum, undirbúa fundi, skrifa fundagerðir, sjá um fjármál og borga reikninga o.fl. o.fl. Umsóknir eða ábendingar sendist á nyra@nyra.is

Gleðileg Jól og farsælt komandi ár

Gleðileg Jól – Skrifstofan yfir jólin

Gleðileg Jól kæru vinir,
Skrifstofa félagsins verður lokuð frá og með 21. desember til og með 29. desember. Ekki verður opið hús 3. janúar en skrifstofan opin eins og venjulega 4. janúar. Við óskum ykkur öllum farsæls komandi árs.