Aðalfundur 16. maí kl 20

Þriðjudaginn 16. maí kl 20:00 verður aðalfundur Félags nýrnasjúkra haldinn í Hátúni 10, 1. hæð.
Á dagskrá verða venjuleg aðalfundastörf samkvæmt lögum félagsins.
Sérstakur gestur verður Salvör Nordal forstöðumaður siðfræðistofnunar Háskóla Íslands. Hún mun ræða umsögn stofnunarinnar, vegna þingsályktunar um ætlað samþykki við líffæragjafir. Opið verður fyrir spurningar og almenna umræðu.

Í boði verða léttar veitingar.