Einkar fróðlegt á opnu húsi

 Við fengum mjög góðan gest á opna húsinu í gær. Ólafur Skúli Indriðason læknir kom og ræddi ýmis mál við hópinn í góðu spjalli. Hann sagði okkur frá því hvernig nýrnasjúkdómar uppgötvast oftast. Hann greindi frá ýmsum nýjungum sem voru kynntar á ráðstefnu sem hann sótti nýlega. Bæði lyf og ný tæki. Hann sagði einnig frá ákaflega áhugaverðum rannsóknum sem hafa verið birtar nýlega. Hann gaf okkur margvísleg góð ráð og svaraði fjölda spurninga. Við vorum sannalega ánægð og nokkuð fróðari að loknum þessum fundi.