Reykjavíkurmaraþon í dag – Stuðningurinn vel þegin

Reykjvíkurmaraþon fór fram í dag. Hlaupararnir sem hlupu fyrir félagið stóðu sig með prýði eins og fyrri ár. Við þökkum þeim kærlega fyrir stuðninginn. Einnig þökkum við þeim sem hétu á þá. Við bendum á að enn er hægt að setja inn áheit og styrkurinn er vel þeginn.

Hluti hvatningarhópsins í Reykjavíkur maraþoninu 22. ágúst 2015
Hér er ungur hlaupari, hann Sölvi Snær Egilsson sem hljóp fyrir Félag nýrnasjúkra ásamt mömmu sinni Sigríði Erlendsd. sem hefur oft aður hlupið til syrktar félaginu.
Þetta er hún Gunnhildur Gestsdóttir. Fyrir hlaupið sagði Gunnhildur: „Þegar ég tek þátt í þessu hlaupi þá hef ég hlaupið fyrir félag nýrnasjúkra og ætla að gera það líka í ár. Ég er sjálf með eitt nýra og get því ekki gefið hitt og legg þess vegna þetta af mörkum fyrir þá sem þurfa.“ og eftir hlaupið sagði hún: „Ótrúlega ánægð eftir gott hlaup. Þessi mynd er tekin af snillingnum honum Krumma, Krúnk – Photo Takk þið sem hétuð á mig og leifðuð Félag nýrnasjúkra að njóta.“ Við þökkum Gunnhildi kærlega fyrir stuðninginn.

Reykjavíkurmaraþon verður 22. ágúst!!!

Reykjavíkurmaraþon verður laugadaginn 22. ágúst. Nú eru hlauparar að gera sig klára fyrir loka undirbúninginn. Við hvetjum alla til að styðja og styrkja þá sem hlaupa fyrir Félag nýrnasjúkra.

Markmið Félags nýrnasjúkra er að styðja og styrkja nýrnasjúka og aðstandendur þeirra með ráðum og dáð. Meðal annars með því að gefa tæki á skilunardeild Landspítalans.Engin meðferð er til sem læknar skemmd og óstarfhæf nýru. Blóðskilun er mikilvæg meðferð við nýrnabilun á lokastigi. Sá sem er í slíkri meðferð þarf að mæta í skilun þrisvar í viku og tekur meðferðin 4-5 klukkustundir í senn. Nú eru um 70 manns í blóðskilun. Þessi þjónusta hefur einungis verið í boði hér á landi á Landspítalanum við Hringbraut, en er nú loksins í boði utan Reykjavíkur á Selfossi, á Akureyri og Neskaupsstað. Þetta má meðal annarra þakka þeim sem hlupu í fyrra og auðvitað þeim er hétu á þá. Félagið stendur áfram fast í fæturnar í baráttu sinni fyrir hagsmunum nýrnasjúkra. Því er stuðningurinn áfram mjög mikilvægur og vel þeginn.

Hér er hægt að sjá allt það góða fólk sem hleypur til styrktar fyrir Félag nýrnasjúkra
http://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/670387-1279

Munið bara að skruna niður alla síðuna til að sjá alla hlauparana.

Heiðursfélagi og fyrsti formaður látin

Hún Dagfríður H. Halldórsdóttir fyrsti formaður Félags nýrnasjúkra er látin. Hún fæddist 29. apríl 1946 og lést 31. júlí 2015. útför hennar fer fram frá Seltjarnarneskirkju þriðjudaginn 11. ágúst kl. 13:00.

Hannes Þórisson formaður sendi nokkur minningarorð í Morgunblaðið:

Kveðja frá Félagi nýrnasjúkra

Í dag kveðjum við Heiðursfélaga okkar Dagfríði H. Halldórsdóttur. Hún var ein af stofnendum Félags nýrnasjúkra 1986 og fyrsti formaður þess. Hún sinnti formenskunni í á annan áratug. Dagfríður kom einnig að stofnun Þjónustuseturs líknafélaga, en þannig leystust húsnæðismál margra félaga sem sinna líknarmálum. Þar var hún í fyrstu stjórninni. Það er ómetanlegt fyrir félög að hafa félagsmenn sem tilbúnir eru að sinna stjórnunarstörfum  í sjálfboðavinnu og fórna þannig tíma sínum og kröftum í þágu annarra.  Við þökkum mikilvæg störf Dagfríðar fyrir félagið og vottum Pétri og fjölskyldunni dýpstu samúðar.
Hannes Þórisson formaður.

Lokun skrifstofu vena sumarleyfa

Skrifstofa Félags nýrnasjúkra  verður lokuð frá  og með 8. júlí  til og með  5. ágúst. Við bendum á heimasíðu félagsins nyra.is, en þar eru margvíslegar upplýsingar, þar er einnig hægt að ganga í félagið og  eða styrkja félagið með því að senda minningakort. Ef þörf er á stuðningi  eða frekari  upplýsingum  má  hringja í síma 896 6129

Opið hús verður næst 1. september

Opið hús eða stuðningsfundir félagsins verða næst þriðjudaginn 1. september þá verðum við væntanlega með góðan gest. Það mun skýrast er nær dregur hver það verður. Ákveðið var af stjórn félagsins enda séu þeir dræmir yfir sumartímann.

Vorferð norðanmanna

Við norðanmenn fórum í okkar „vorferð“ núna síðasta sunnudag 14. júni. Safnast var saman í tvo bíla samtals 8 manns. Lagt var af stað frá Akureyri kl. eitt. Ekið sem leið liggur áleiðis til Siglufjarðar, stoppað á nokkrum stöðum til að rétta úr bakinu og njóta útsýnis, m.a. í Héðinsfirði.

Á Siglufirði var farið á Kaffihúsið Rauðku og keyptar veitingar. Á heimleiðinn lögðum við likkju á leið okkar og ókum hring um Ólafsfjarðarvatn (vegurinn kringum vatnið var reyndar ekki góð auglýsing fyrir vegagerðina !). Komið var heim um kl.hálf sjö. Allir ferðalangarnir lýstu yfir mikilli ánægju með ferðina. Veðrið var ágætt svolítið kalt í golunni en sólskin og víðsýnt. 

Besta veðrið var á Siglufirði.
Með kveðju frá Akureyri
Magnús Sigurðsson

Félagið er flutt – viltu skoða 11. júní

Félagið hefur nú loksins flutt aðsetur sitt niður á fyrstu hæð í Hátúni 10.  Nú stendur til að leyfa félögum okkar að koma og skoða aðstöðuna fimmtudaginn 11. júni og verður opið til skoðuniar frá kl. 16 til kl. 18.  Flest önnur félög í Þjónustusetrinu eru einnig að sýna aðstöðu sína. Aðstaðan er rúmgóð og glæsileg þó að fundarsalur  og nokkur minniháttar atriði séu ófágengin. Verið hjartanlega velkomin.

Unglingar úr Valhúsaskóla gefa félaginu

Í dag 29. maí afhendtu unglingar í Valhúsaskóla, Félagi nýrnasjúkra kr. 230.000.- að gjöf. Peningunum höfðu þau aflað með tveimur leiksýningum sem þau héldu í vetur. Gjöfin er félaginu mikils virði og kemur sér vel. Það er þó ekki síður mikils virði að njóta slíks skilnings og velvildar þessara ungmenna. Gjöfin var afhent við formlega athöfn og var fjölmenni viðstatt. Björn varaformaður og Kristín fóru og tóku við gjöfinni sem var fomlega afhent með stóru spjaldi þar sem þau höfðu öll skrifað nöfn sín á bakliðina. Þau fengu í staðin þakkarspjald frá félaginu. Kristín þakkaði þeim með nokkrum orðum fyrir ómetanlega gjöf.

Velheppnuð vorferð félagsins

Í gær var farið í vel heppnaða vorferð með félagsmenn. Vorum við heppnari með veður en veðurspár höfðu boðað nokkrum dögum fyrr.

ÖBI – Atvinna fyrir alla

ATVINNA FYRIR ALLA – ALLRA HAGUR
Málþing um atvinnumál fólks með skerta starfsgetufimmtudaginn 21. maí 2015, kl. 8.30 – 12.00 á Grand Hóteli Reykjavík
08:30 – 08:40      Setning: Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður Öryrkjabandalags Íslands
08:40 – 08:50      Ávarp: Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra
08:50 – 09:10      Staða fatlaðs fólks á vinnumarkaði í Evrópu: Dr. Stefan C Hardonk, Rannsóknasetri í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands 
09:10 – 09:30      Reynslusögur
09:30 – 09:50      Kaffi
09:50 – 10:10      Vinnumarkaður fyrir alla: Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar
10:10 – 10:30      „Samvinna er lykilorðið – framlag sveitarfélaga til atvinnumála fatlaðs fólks“:Tryggvi Þórhallsson, lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
10:30 – 10:45      Reynslusaga atvinnurekanda: Sigrún Björk Jakobsdóttir, Hótelstjóri Icelandair hótel á Akureyri
10:45 – 11:00      Reynslusaga konu með skerta starfsgetu: Svanhildur Anna Sveinsdóttir, starfsmaður Icelandair hótel Akureyri
11.00 – 11.20       Hringsjá og hvað svo?: Helga Eysteinsdóttir, forstöðumaður Hringsjár náms- og starfsendurhæfingar
11:20 – 11:40      Gagnkvæmur ávinningur – um vinnumarkað án aðgreiningar: Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja og kennari í viðskiptasiðfræði og samfélagsábyrgð við Háskólann í Reykjavík
11:40 – 11:50      Stevie Wonder skiptir um starfsvettvang: Hugleiðing Kolbrúnar Daggar, MA nema í fötlunarfræði
11:50 – 12:00      Málþingsslit: Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar
Málþingsstjóri:       Steinunn Þóra Árnadóttir, alþingismaður
Málþingið er ætlað öllu áhugafólki um efnið,stjórnendum fyrirtækja og stofnana, bæði í einkageiranum og ekki síst hjá ríki og sveitarfélögum.
Ekkert þátttökugjald
Skráning og upplýsingar um túlkun eru á vef Öryrkjabandalags Íslands, www.obi.is, Síðasti skráningardagur er 19. maí 2015.