Reykjavíkurmaraþon í dag – Stuðningurinn vel þegin

Reykjvíkurmaraþon fór fram í dag. Hlaupararnir sem hlupu fyrir félagið stóðu sig með prýði eins og fyrri ár. Við þökkum þeim kærlega fyrir stuðninginn. Einnig þökkum við þeim sem hétu á þá. Við bendum á að enn er hægt að setja inn áheit og styrkurinn er vel þeginn.

Hluti hvatningarhópsins í Reykjavíkur maraþoninu 22. ágúst 2015
Hér er ungur hlaupari, hann Sölvi Snær Egilsson sem hljóp fyrir Félag nýrnasjúkra ásamt mömmu sinni Sigríði Erlendsd. sem hefur oft aður hlupið til syrktar félaginu.
Þetta er hún Gunnhildur Gestsdóttir. Fyrir hlaupið sagði Gunnhildur: „Þegar ég tek þátt í þessu hlaupi þá hef ég hlaupið fyrir félag nýrnasjúkra og ætla að gera það líka í ár. Ég er sjálf með eitt nýra og get því ekki gefið hitt og legg þess vegna þetta af mörkum fyrir þá sem þurfa.“ og eftir hlaupið sagði hún: „Ótrúlega ánægð eftir gott hlaup. Þessi mynd er tekin af snillingnum honum Krumma, Krúnk – Photo Takk þið sem hétuð á mig og leifðuð Félag nýrnasjúkra að njóta.“ Við þökkum Gunnhildi kærlega fyrir stuðninginn.