Gönguhópur 27.ágúst „Við göngum hægt!“

Gönguhópur!  Á morgun fimmtudaginn 27. ágúst fer af stað fyrsta ferð gönguhópsins „við göngum hægt“. Lagt verður af stað frá Árbæjarkirkju kl.16:45  gengið verður niður að stíflu, eða aðra hóflega lengd. Einar Björnsson hjúkrunarfræðingur stýrir göngunni og gengur með þeim sem fara hægast. Markmið Einars er að hjálpa þeim af stað í gönguferðir sem eru hægfara og hafa lítið gengið til þessa. Allir velkomnir.