Vorferð norðanmanna

Við norðanmenn fórum í okkar „vorferð“ núna síðasta sunnudag 14. júni. Safnast var saman í tvo bíla samtals 8 manns. Lagt var af stað frá Akureyri kl. eitt. Ekið sem leið liggur áleiðis til Siglufjarðar, stoppað á nokkrum stöðum til að rétta úr bakinu og njóta útsýnis, m.a. í Héðinsfirði.

Á Siglufirði var farið á Kaffihúsið Rauðku og keyptar veitingar. Á heimleiðinn lögðum við likkju á leið okkar og ókum hring um Ólafsfjarðarvatn (vegurinn kringum vatnið var reyndar ekki góð auglýsing fyrir vegagerðina !). Komið var heim um kl.hálf sjö. Allir ferðalangarnir lýstu yfir mikilli ánægju með ferðina. Veðrið var ágætt svolítið kalt í golunni en sólskin og víðsýnt. 

Besta veðrið var á Siglufirði.
Með kveðju frá Akureyri
Magnús Sigurðsson