Mikilvægi hreyfingar fyrir heilsuna

Grand Hótel, laugardaginn 17. janúar kl. 11.00  
Ingibjörg H. Jónsdóttir heldur fyrirlestur um mikilvægi hreyfingar fyrir heilsuna í Gullteigi á Grand Hóteli laugardaginn 17. janúar kl. 11.00. Ingibjörg er prófessor í hreyfingu og heilsu við Gautaborgarháskóla og forstöðumaður Streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar.
Að loknum fyrirlestrinum mun Auður Ólafsdóttir sjúkraþjálfari fjalla um virkni hreyfiseðla á Íslandi.

Fyrirlesturinn er öllum opinn og ókeypis en fjöldi þátttakenda er takmarkaður og því er nauðsynlegt að skrá þátttöku á síðu www.parkinson.is eða  í síma 552-4440. 
Skráningu lýkur fimmtudaginn 15. janúar.

Léttar veitingar í boði Parkinsonsamtakanna 

Greiðsluáætlun og breytingar hjá TR

Við viljum vekja athygli ykkar á frétt á vef Tryggingastofnunar um greiðsluáætlun og tekjuáætlun ársins 2015.   

http://www.tr.is/tryggingastofnun/frettir/nr/1540?CacheRefresh=1

Þessar áætlanir verða birtar á Mínum síðum þann 16. janúar nk.  Þann dag verða líka greiddar út leiðréttingar vegna breytinga á lögum og reglugerðum sem tóku gildi 1. janúar sl.  

Frétt á tr.is um breytingar á fjárhæðum

Við viljum vekja athygli ykkar á nýrri frétt á tr.is um þær breytingar  á fjárhæðum og frítekjumörkum sem tóku gildi 1. Janúar.

http://www.tr.is/tryggingastofnun/frettir/nr/1539

Leiðrétting á greiðslum vegna breytinganna verður greidd út um miðjan janúar 2015.

Gleðilega hátíð

Við sendum ykkur öllum óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ári. Takk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.

Kærar jólakveðjur,
Stjórn og framkvæmdastjóri
Félags nýrnasjúkra 

Næsta námskeið í Nýrnaskólanum

Næsta námskeið í Nýrnaskólanum hefst 19. febrúar n.k. Nýrnaskólinn er ætlaður fyrir sjúklinga með langvinna nýrnabilun og fjölskyldur þeirra. Sjúklingar sem eru byrjaðir í meðferð vegna nýrnabilunar eru velkomnir ásamt fjölskyldu sinni. Hildur Einarsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun nýrnasjúklinga á Landspítala veitir allar nánari upplýsingar, s: 543 1436, 825 3600, tölvupóstur hildurei@landspitali.is 

Söfnunin gengur vel, við erum þakklát

Samfélagsstyrkur Landsbankans hjálpar mjög mikið í söfnuninni fyrir vatnshreinsivélunum. Við erum mjög þakklát fyrir það og auðvitað einnig öllum öðrum sem hafa lagt þessu verkefni lið. Fyrirtækjum einstaklingum og auvitað kvenfélögunum sem alltaf standa traust þegar mikið liggur við. Nú vantar aðeins uppá að við höfum fengið fyrir tveimur vélum.


Guðrún Agnarsdóttir, Guðrún Þorláksdóttir formaður Félags nýrnasjúkra og Steinþór Pálsson við afhendingu samfélagsstyrks Landsbankans.
Fulltrúar þeirra félaga og hópa sem hlutu samfélagsstyrk Landsbankans. 

Góður jólafundur

Jólafundurinn var ljúfur. Við fengum einstaklega skemmtilega og góða rithöfunda til að greina frá bókum sínum. Og fengu þeri fólk til alvarlegrar umhugsunar

Ákall frá ÖBI um stuðning

Kæri félagi,
Mig langar til að biðja þig um að undirrita og deila þessari áskorun til stjórnvalda um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Viltu vinsamlegast deila þessu á meðal félaga, fjölskyldu og vina, á Facebook og á heimasíðum félagsins þíns. Áskorunina er að finna hér á heimasíðu ÖBÍ: http://www.obi.is/askorun 

Þá minni ég á myndbandið góða sem við létum gera í tilefni af því að vekja athygli á helstu þáttum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks það er tæpar 5 mínútur að lengd. Ég hvet þig til að horfa á það og deila því. Myndbandið er að finna hér á heimasíðu ÖBÍ: http://www.obi.is/i-brennidepli/nr/1673 

Nú verðum við að leggja trú okkar við að stjórnvöld innleiði og lögfesti samninginn á vormisseri 2015. 

Takk fyrir hjálpina!

Góða kveðjur,
Ellen Calmon

Fyrsta blóðskilun á Selfossi í dag

Það er sögulegur dagur í dag: Fyrsta blóskilunin fór fram á Selfossi!! Við erum í skýjunum!

http://www.visir.is/blodskilun-nyrnasjukra-i-fyrsta-skipti-a-sudurlandi/article/2014141139992

Nýja aðstaðan á Selfossi er til fyrirmyndar en hér eru tveir sjúklingar í blóðskilun og starfsfólk deildarinnar, ásamt Birni Magnússyni, lækni.
mynd: Hannes Þórisson

MAGNÚS HLYNUR HRdIÐARSSON SKRIFAR   
„Við erum alveg í skýjunum, fyrsta blóðskilun fór fram á Suðurlandi á föstudaginn með opnun nýrrar deildar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi þar sem okkar fólk fær m.a. þjónustu“, segir Kristín Sæunn Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Félags nýrnasjúkra. Fram að þessu hafa íbúar á Suðurlandi þurft að fara til Reykjavíkur í blóðskilun. „Félag nýrnasjúkra hefur árum saman barist fyrir því að boðið verði uppá blóðskilun nýrnasjúkra utan Reykjavíkur. Nýrnasjúkir í blóðskilun fá þá þjónustu í Reykjavík. Þrisvar í viku mæta þeir og eru í vélinni í 4 -5 klst. í senn. Fólk sem býr utan Reykjavíkur ferðast á milli eða flytur jafnvel á höfuðborgarsvæðið.Blóðskilun nálægt sjúklingum er til mikils hagræðis og einnig öryggisatriði þar sem að ekki viðrar alltaf vel á Íslandi og svo eru sjúklingar oft mjög slappir eftir skilunina“, segir Kristín Sæunn.

 Blóðskilun á skemmtiferða skipum. 
Það hefur líka verið sorglegt að fólk, sem háð er þessari þjónustu og á bókstaflega líf sitt undir henni hefur ekki getað ferðast innanlands til þessa nema dagsferðir eða svo Það er hins vegar hægt að ferðast víða um heim og fá blóðskilun, jafnvel á skemmtiferða skipun. Nú er sem sagt búið að opna skilunardeild á Selfossi og er það mikið fagnaðarefni. Nýrnalæknateymið á Landspítala ber ábyrgð á faglegu starfi þarna og á miklar þakkir skilið fyrir þetta en ekki síður Björn Magnússon læknir með sínu fólki á Selfossi. Björn sá einnig til þess ásamt sínu fólki, að einn sjúklingur á Neskaupstað fær blóðskilun þar. Með vorinu eigum við svo von á að boðið verði uppá blóðskilun á Akureyri“, segir Kristín Sæunn ennfremur.(frétt á vísir.is og Dagskránni Selfossi) 

Jólafundur 2. des. kl. 17 – 19, frábærir höfundar

Þau koma á jólafundinn og kynna bækur sínar og spjalla:
Einar Kárason,  Skálmöld. Guðni Ágústsson, Hallgerður. Anna Valdimarsdóttir, Hugrækt og hamingja
Jólafundurinn verður þriðjudaginn 2. Des 2014 kl. 17:00—19:00 í Hátúni 10, 9. hæð . Við fögnum aðventunni og fáum jólalegar veitingar, hlustum á rithöfundana kynna verk sín, við spjöllum og eigum góða stund saman. Góðar veitingar og smápakkar.
Fjölmennum og tökum með okkur gesti.