Ákall frá ÖBI um stuðning

Kæri félagi,
Mig langar til að biðja þig um að undirrita og deila þessari áskorun til stjórnvalda um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Viltu vinsamlegast deila þessu á meðal félaga, fjölskyldu og vina, á Facebook og á heimasíðum félagsins þíns. Áskorunina er að finna hér á heimasíðu ÖBÍ: http://www.obi.is/askorun 

Þá minni ég á myndbandið góða sem við létum gera í tilefni af því að vekja athygli á helstu þáttum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks það er tæpar 5 mínútur að lengd. Ég hvet þig til að horfa á það og deila því. Myndbandið er að finna hér á heimasíðu ÖBÍ: http://www.obi.is/i-brennidepli/nr/1673 

Nú verðum við að leggja trú okkar við að stjórnvöld innleiði og lögfesti samninginn á vormisseri 2015. 

Takk fyrir hjálpina!

Góða kveðjur,
Ellen Calmon