Næsta námskeið í Nýrnaskólanum

Næsta námskeið í Nýrnaskólanum hefst 19. febrúar n.k. Nýrnaskólinn er ætlaður fyrir sjúklinga með langvinna nýrnabilun og fjölskyldur þeirra. Sjúklingar sem eru byrjaðir í meðferð vegna nýrnabilunar eru velkomnir ásamt fjölskyldu sinni. Hildur Einarsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun nýrnasjúklinga á Landspítala veitir allar nánari upplýsingar, s: 543 1436, 825 3600, tölvupóstur hildurei@landspitali.is