Aðalfundur Félags nýrnasjúkra 26. apríl 2016

Þriðjudaginn 26. apríl n.k. heldur Félag nýrnasjúkra aðalfund sinn kl. 17:30 í Hátúni 10, 1. hæð.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundastörf samkvæmt lögum félagsins.
Við ræðum málin og njótum veitinga.
Hittumst heil. 

Fræðsla um ferðaundirbúning nýrnasjúkra 5.apríl

Stuðningsfundur eða opið hús verður þriðjudaginn 5. apríl kl. 17 í Hátúni 10, 1. hæð. Guðbjörg B. Karlsdóttir kemur og fræðir okkur um undirbúning nýrnasjúkra fyrir utanlandsferðir (og jafnvel ferðir innanlands), skilanir í útlöndum og bólusetningar.

Galadansleikur 16. apríl kl. 19

Félag nýrnasjúkra hvetur þá félagsmenn sína og velunnara sem geta hugsað sér smá upplyftingu og jafnvel dans að slá nú til og koma á þennan fagnað 

Í dag 10. mars er alþjóðlegur dagur nýranna

Við fögnum alþjóðlega nýrnadeginum og minnum alla á að fara vel með nýrun sín. Þeir sem hafa ekki lengur góða virkni á nýrum sínum þurfa að sinna þeim vel. Sérstaklega þarf að gæta vel að þeim börnum sem eiga við nýrnasjúkdóma að glíma og hjálpa þeim að halda aftur af framvindunni.

Nýraþegar og gjafi fræddu okkur á opnu hús

Fróðlegur fundur á opnu húsi í gærkveldi. Þrír nýraþegar fræddu okkur og einn nýragjafi.Sumt ólíkt en annað svipað. Hvernig á svo að taka á þakklætinu þegar gjafinn er hluti af lífi þínu. Ýmsir hlutir komu upp, sem við höfðum ekki hugleitt.

Við frestum opnu húsi um viku til 8. mars

Því miður neyðumst við til, vegna veikinda, að fresta opnu húsi sem vera átti á morgun 1. mars. Þess í stað hittust við vonandi heil annan þriðjudag 8. mars og fjöllum um líffæragjöf og reynslu nýraþega. Með reynslusögum og spjalli.

Sykursýki 2 stór orsakavaldur nýrnabilunar

Í skýrslu sem tekin var saman í Finnlandi um orsakir nýrnabilunar fólks þar í landi og fleiri þætti, kemur fram að á síðustu árum hefur sykursýki 2 tekið fram úr öðrum orsakavöldum og orðið stærsti einstaki þátturinn sem skýrir nýrnabilun. Þessi niðurstaða ætti að vera sterk áminning til allra þeirra er hafa sykursýki 2 eða eiga á hættu að fá hana, að taka málið alvarlega og sinna forvörnum.

Gleðilegt nýtt ár – Afmælisárið framundan

Við óskum félögum okkar og velgjörðarmönnum gleðilegs árs og þökkum liðin ár.  Félag nýrnasjúkra var stofnað 30. október 1986. Þannig að næsta vetur verður félagið 30 ára. Árið í ár munum við líta á sem afmælisár. Í tilefni af því er ýmislegt á döfinni. Stærsta verkefnið verður útgáfa bókar sem við teljum að gagnast muni öllum nýrnasjúkum hversu langt eða skammt sem nýrnabilunin er genginn. Bókin mun einnig gagnast þeim sem fengið hafa gjafanýra. Heimild er fengin frá höfundi og er nú unnið að þýðingu bókarinnar. Við höfum nóg af bjartsýni íslendinga og fórum því af stað án þess að vera búin að safna fyrir útgáfunni og erum því núna að biðja um styrk í öllum áttum. Við bindum einnig vonir við að fá eitthvað upp í þettta verkefni frá áheitum í Reykjavíkurmaraþoni í lok sumars. Allur stuðningur verður vel þeginn í þetta verkefni. Ýmsar hugmyndir eru einnig á sveimi um það sem vert væri að gera á afmælisárinu ráðstefna, fræðslufundir og eru fleiri hugmyndir vel þegnar. Einnig má gjarnan koma með hugmyndir um hvað væri vert að taka fyrir á slíkum fundum og/eða ráðstefnu.

Gleðileg jól – Lokun skrifstofu um hátíðarnar

Við óskum félagsmönnum og velunnurum okkar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Við þökkum kærlega stuðning og velvild á árinu sem er að líða. Skrifstofan verður lokuð frá og með 23. desember til og með 6. janúar.

Jólafundur félagsins 9. des kl. 17