Sykursýki 2 stór orsakavaldur nýrnabilunar

Í skýrslu sem tekin var saman í Finnlandi um orsakir nýrnabilunar fólks þar í landi og fleiri þætti, kemur fram að á síðustu árum hefur sykursýki 2 tekið fram úr öðrum orsakavöldum og orðið stærsti einstaki þátturinn sem skýrir nýrnabilun. Þessi niðurstaða ætti að vera sterk áminning til allra þeirra er hafa sykursýki 2 eða eiga á hættu að fá hana, að taka málið alvarlega og sinna forvörnum.