Gleðilegt nýtt ár – Afmælisárið framundan

Við óskum félögum okkar og velgjörðarmönnum gleðilegs árs og þökkum liðin ár.  Félag nýrnasjúkra var stofnað 30. október 1986. Þannig að næsta vetur verður félagið 30 ára. Árið í ár munum við líta á sem afmælisár. Í tilefni af því er ýmislegt á döfinni. Stærsta verkefnið verður útgáfa bókar sem við teljum að gagnast muni öllum nýrnasjúkum hversu langt eða skammt sem nýrnabilunin er genginn. Bókin mun einnig gagnast þeim sem fengið hafa gjafanýra. Heimild er fengin frá höfundi og er nú unnið að þýðingu bókarinnar. Við höfum nóg af bjartsýni íslendinga og fórum því af stað án þess að vera búin að safna fyrir útgáfunni og erum því núna að biðja um styrk í öllum áttum. Við bindum einnig vonir við að fá eitthvað upp í þettta verkefni frá áheitum í Reykjavíkurmaraþoni í lok sumars. Allur stuðningur verður vel þeginn í þetta verkefni. Ýmsar hugmyndir eru einnig á sveimi um það sem vert væri að gera á afmælisárinu ráðstefna, fræðslufundir og eru fleiri hugmyndir vel þegnar. Einnig má gjarnan koma með hugmyndir um hvað væri vert að taka fyrir á slíkum fundum og/eða ráðstefnu.