Ætlað samþykki fyrir líffæragjöf fest í lög!

Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur og Willums Þórs Þórssonar, þingmanna Framsóknarflokksins, um ætlað samþykki við brottnámi líffæris látins einstaklings var samþykkt á Alþingi í morgun.

Margoft hefur verið reynt að koma þessu máli í gegnum þingið. Það var samþykkt með 52 atkvæðum. Tveir greiddu ekki atkvæði. 

Ætlað samþykkti þýðir að gert verði ráð fyrir að hinn látni hafi verið samþykkur brottnámi líffæris að sér látnum, nema tilefni sé til að ætla annað.

Sumaropnun, 9 til 12, mán.til föstudags

Sumaropnun félagsins hefst í dag, nú verður opið frá klukkan 9 til 12, frá mánudegi til föstudags.
Allir velkomnir.

Fjölskylduráðgjafi ráðinn til starfa hjá Nýrnaf.

Ég tók nýlega til starfa sem fjölskyldufræðingur í hlutastarfi fyrir Parkinsonsamtökin, Félag nýrnasjúkra og Lauf. 
Til að gefa innsýn inn í starf mitt hef ég tekið saman nokkra punkta við hvaða þætti ég get m.a. aðstoða við. 
• Ýmiss réttindamál.
• Koma á stuðningsþjónustu eftir því sem við á.
• Hjálpa til við að lágmarka streituvaldandi þætti í daglegu lífi.
• Veita persónulegan stuðning til að leysa úr málum er hafa með vellíðan og daglega virkni að gera.
• Bjóða upp á samtal við fjölskylduna, hjón, pör og eða einstaklinga.
• Kenna aðferðir og leiðir að takast á við kvíða, streitu, þreytu og svefn vandamál.

Álag getur ýtt undir einkenni sjúkdóma og því mikilvægt að lágmarka streitu valdandi þætti. Hér get ég komið inn í og skoðað með viðkomandi hvað má fara betur.
Reynsla mín er að þegar einstaklingur eða einhver innan fjölskyldunnar greinist með sjúkdóm hefur það áhrif á alla fjölskyldumeðlimi. Það getur því reynst vel, að koma í viðtal, opna fyrir samtalið á milli sín og annarra fjölskyldumeðlima og eða bara á milli sín og ráðgjafa. Samtal getur veitt skýrari mynd af stöðunni fyrir alla og hvernig best er að mæta aðstæðum, styrkja tengsl og ekki sýst hvernig styrkja má sína eigin sjálfsmynd.
Samtal er til alls fyrst og við mig má hafa samband beint á netfangið gunnhildur@vinun.is og eða í viðkomandi félag.

Fjölskylduráðgjafi ráðinn til starfa hjá Nýrnaf.

Við bjóðum velkomna til starfa Gunnhildi Heiðu Axelsdóttur, fjölskyldufræðing, sem mun sinna fjölskylduviðtölum og ráðgjöf varðandi réttindamál. Tímapantanir í s. 561 9244 eða á netfanginu nyra@nyra.is. Athugið að um tímabundið verkefni er að ræða, svo að það er um að gera að bregðast fljótt við og panta tíma. Þetta er ókeypis þjónusta fyrir félagsmenn.

Jafningjastuðningur, hafðu samband í síma 561 9244

Hefur þú þörf fyrir að tala við aðra sem hafa verið í sömu aðstæðum og þú, við útvegum þér stuðningsfulltrúa, hafðu samband í síma 561 9244 eða á nyra@nyra.is.

Fræðslufundur í Setrinu þann 26. febrúar kl. 17:00

Félögin í Setrinu standa saman að fræðslufundi, mánudaginn 26. febrúar kl. 17.00 í Hásalnum, Hátúni 10. Efni fundarins er Heilsuvera.is og það er Margrét Héðinsdóttir sem ætlar að kynna vefinn. Boðið verður upp á léttar veitingar og allir eru velkomnir.

Næringarfræðingur kemur á Opið hús, þann 6.2

Kolbrún Einarsdóttir næringarfræðingur kemur á Opið hús þann 6.2. kl. 17:00 að Hátúni 10.
Hún ætlar að segja okkur allt um mataræðið, hvað má og hvað ekki.
Heitt á könnunni og hlökkum til að sjá þig. 

Félag nýrnasjúkra stofnaðili að stuðningsnetinu

Mér er það mikill heiður að fá að tilkynna að Félag nýrnasjúkra er eitt stofnfélaga Stuðningsnets sjúklingafélaga sem stofnað var í gær þann 18.01.18. Framkvæmdastjóri ásamt tveimur félögum sátu námskeið netsins í síðustu viku, og telja  að nú sé ekkert að vanbúnaði að félagar geti nýtt sér þessa þjónustu eða gerist sjálfir stuðningsaðilar og fari á námskeið. Allar upplýsingar fáið þið hér: http://studningsnet.is/ eða hjá félaginu í síma 561 9244.

Gleðilegt ár 2018

Kæru félagar og velunnarar.
Stjórn Félags nýrnasjúkra óskar ykkur gleðilegs árs með þökk fyrir samvinnuna á árinu 2017.
Ykkur er boðið á opið hús þann 6. febrúar að Hátúni 10, klukkan 17.00. Vonandi sjá sér sem flestir fært að mæta. Hlökkum til að sjá ykkur.

Gleðileg jól og gott og farsælt komandi ár

Kæru félagar um leið og við óskum ykkur gleðilegra jóla vill stjórn Félags nýrnasjúkra þakka ykkur farsælt samstarf á árinu sem er að líða og hlakkar til áframhaldandi samstarfs.