Ætlað samþykki fyrir líffæragjöf fest í lög!

Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur og Willums Þórs Þórssonar, þingmanna Framsóknarflokksins, um ætlað samþykki við brottnámi líffæris látins einstaklings var samþykkt á Alþingi í morgun.

Margoft hefur verið reynt að koma þessu máli í gegnum þingið. Það var samþykkt með 52 atkvæðum. Tveir greiddu ekki atkvæði. 

Ætlað samþykkti þýðir að gert verði ráð fyrir að hinn látni hafi verið samþykkur brottnámi líffæris að sér látnum, nema tilefni sé til að ætla annað.