Áheitasöfnun Nýrnafélagsins er í fullum gangi

Helga formaður Nýrnafélagsins skrifar:
Kæru vinir! Ég tek þátt í Reykjavíkurmaraþoninu að þessu sinni og styrki Nýrnafélagið í leiðinni.
Ég ætla að ganga í Laugardalnum næstu 4 fimmtudaga byrja kl. 18.00 við innganginn í Grasagarðinn þú ert velkomin að ganga með mér.
Ég vona að þú kæri vinur sjái þér fært að heita á mig. TAKK TAKK
Hægt er að heita á Helgu með því að fara inn á síðu Maraþonsins, góðgerðafélög sjá hér:https://www.rmi.is/hlaupastyrkur/hlauparar?charityId=383
Eða leggja inn á reikningsnúmer 334-26-001558 kt. 6703871279

Hlauptu eða gakktu til góðs.

Reykjavíkurmaraþoni hefur verið aflýst, en í staðinn kemur prógrammið hlauptu til góðs.
Þar geta allir hreyft sig með sínu nefi og fengið áheit fyrir Nýrnafélagið.
Myndin er af Veigari Margeirssyni sem hjólaði 94 km til styrktar félaginu.
Heilsugangan okkar er tilvalin til að gera þetta að mæta í hverri viku og ganga þangað til
að þessu lýkur þann 20. september og fá áheit. Þetta eru fjórar göngur í allt og er á allra færi.
Hægt er að skrá sig hér https://www.rmi.is/hlaupastyrkur/hlauparar?charityId=383.
Einnig er hægt að hafa samband við félagið í síma 561 9244 og láta skrá ykkur og þið hvetjið vini og fjölskyldu til
að heita á ykkur. Hlakka til að sjá ykkur öll í Laugardalnum á fimmtudögum kl. 18.00.

Heilsuganga í Laugardal 19. ágúst

Enn verður gönguferð um Laugardal og nágrenni kl. 18.00 í kvöld.
Allir velkomnir

Leitin að nýju nýra, seinni þátturinn á RÚV

Seinni þátturinn um leitina að nýju nýra var sýndur á RÚV 11. ágúst. Sjá hér: https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/leitin-ad-nyju-nyra/31542/9cprb2
Þátturinn fjallar um nýrakrossgjafir og nýja möguleika sem eru fyrir hendi en jafnframt spurninguna um hver á að borga? Er það hagkvæmara að hafa fólk í skilun í mörg ár með litlum lífsgæðum eða að senda það til annarra landa í dýra aðgerð? Aðgerðin getur skilað viðkomandi einstakling út í lífið aftur sem fullgildum þjóðfélagsþegn með endurheimt lífsgæði sem getur séð fyrir sér og borgað samfélaginu
til baka.
Þetta er margslungin læknisfræðileg og siðferðileg umræða sem taka þarf upp hér á landi sem og annars staðar

Heilsuganga fimmtudaginn, 12. ágúst.

Heilsuganga verður á morgunn fimmtudaginn 12. ágúst kl. 18.00 eins og verið hefur
í sumar í Laugardalnum. Hefur þú nýtt þér þetta? Ef ekki þá bíðum við spennt eftir
að fá þig og að kynnast þér betur.

Leitin að nýju nýra, þáttur á RÚV

Félagið vill vekja athygli á þessum þætti sem sýndur var á RÚV, 4. ágúst, 2021. Krossgjafir hafa verið þekktar en ekki yfir heimsálfur fyrr.
Sjá hér:https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/leitin-ad-nyju-nyra/31542/9cprb1
Leitin að nýju nýra
Jagten på en nyre
Fyrri hluti
Dönsk heimildarmynd í tveimur hlutum um Natöchu sem er 28 ára tveggja barna móðir með nýrnabilun. Hún hefur verið á biðlista fyrir gjafanýra í þrjú ár og óttast um líf sitt. Eitt örlagaríkt kvöld í Kaupmannahöfn öðlast hún von um að hægt sé að bjarga lífi hennar.

Heilsuganga í Laugardalnum

Fimmtudaginn fimmta ágúst, göngum við í Laugardalnum kl. 18.00.
Ganga við allra hæfi, mætum og aukum félagstengslin og heilsuna um leið.
Höfum gaman saman

Bólusetning og mótefnamæling hjá ónæmisbældum einstaklingum

Runólfur Pálsson skrifar:

Það gildir almennt um bólusetningar hjá ónæmisbældum einstaklingum að svörunin er ekki sú sama og hjá þeim sem hafa heilbrigt ónæmiskerfi. Því kemur ekki á óvart að mótefni mælist ekki hjá sumum einstaklingum með ígrætt líffæri. Bandarísk rannsókn sem birtist á dögunum sýndi að 54% líffæraþega reyndust hafa mælanleg mótefni eftir 2 skammta af Pfizer- eða Moderna-bóluefni gegn kórónuveirunni. Þótt mótefni finnist ekki í blóði í kjölfar bólusetningar er alls ekki útilokað að bólusetningin komi að gagni. Þetta mál er til skoðunar hér og líkt og í öðrum löndum. En vegna óvissu varðandi vernd gegn COVID-19 sem bólusetning veitir einstaklingum með ígrætt nýra er mikilvægt að þeir gæti áfram varkárni í samskiptum við fólk og leggi rækt við einstaklingsbundnar sóttvarnir þrátt fyrir að hafa fengið fulla bólusetningu.

RP

 

Aðalfundur Nýrnafélagsins 11. maí 2021

Gleðilegt sumar kæru félagar