Hlauptu eða gakktu til góðs.

Reykjavíkurmaraþoni hefur verið aflýst, en í staðinn kemur prógrammið hlauptu til góðs.
Þar geta allir hreyft sig með sínu nefi og fengið áheit fyrir Nýrnafélagið.
Myndin er af Veigari Margeirssyni sem hjólaði 94 km til styrktar félaginu.
Heilsugangan okkar er tilvalin til að gera þetta að mæta í hverri viku og ganga þangað til
að þessu lýkur þann 20. september og fá áheit. Þetta eru fjórar göngur í allt og er á allra færi.
Hægt er að skrá sig hér https://www.rmi.is/hlaupastyrkur/hlauparar?charityId=383.
Einnig er hægt að hafa samband við félagið í síma 561 9244 og láta skrá ykkur og þið hvetjið vini og fjölskyldu til
að heita á ykkur. Hlakka til að sjá ykkur öll í Laugardalnum á fimmtudögum kl. 18.00.