Styrktarsjóður Nýrnafélagsins, umsóknarfrestur fer að renna út
Allir þeir sem eru félagar í Nýrnafélaginu geta sótt um styrk í styrktarsjóð Nýrnafélagsins með sértæk vandamál sem aðir styrkja ekki.
Allir þeir sem eru félagar í Nýrnafélaginu geta sótt um styrk í styrktarsjóð Nýrnafélagsins með sértæk vandamál sem aðir styrkja ekki.
Nýrnafélagið hefur háð langa baráttu fyrir því að nýrnasjúklingar sem þurfa að fara á milli sveitafélaga til að fara í blóðskilun sem er lífsbjargandi meðferð fái hærri greiðslu greidda en […]
Venjuleg aðalfundarstörf.
Allir skuldlausir félagar við Nýrnafélagið eiga rétt á setu á fundinum og eru hvattir til að mæta.
Neðangreindar lagabreytingar verða lagðar fyrir fundinn og hvetur stjórn félaga til að kynna sér þær.
Lagabreytingar á aðalfundir 2020
Kæru félagar. Sumarið með sól og yl er á næsta leiti. Í tilefni þess vill Nýrnafélagið minna á að nauðsynlegt er fyrir ónæmisbælda að nota sólarvörn og mælir húðlæknir nýrnasjúkra sérstaklega með Actinica Lotion sem fæst í öllum apótekum. Einnig er Covid enn á kreiki ásamt mörgum öðrum sjúkdómum svo að munið eftir grímunni og sprittinu sem gerir sitt gagn. Einnig er mælt með lungnabólgubólusetningum fyrir alla því að lungnabólga er ekkert lamb að leika sér við. Virðum enn sóttvarnarreglur og eigum gleðilegt sumar.
Þeir fjölmörgu sem styrkja félagið geta nú fengið skattaafslátt út á það. Sjá meira hér:
Frádráttur einstaklinga getur verið á bilinu 10 – 350 þús. kr. á almanaksári, hjóna og sambúðarfólks alls 700 þús. kr. og kemur til lækkunar á útsvars- og tekjuskattsstofni en er ekki millifæranlegur og ber því að halda framlögum hvers einstaklings aðgreindum.
Frádráttur rekstraraðila getur numið 1,5% af rekstrartekjum á því ári sem gjöf er afhent eða framlag er veitt. Jafnframt er rekstraraðila heimilt að færa til frádráttar 1,5% af rekstrartekjum vegna framlaga til aðgerða sem stuðla eiga að kolefnisjöfnun, s.s. aðgerða í rekstri til kolefnisjöfnunar, sem og fjárframlög til skógræktar, uppgræðslustarfa og endurheimtar votlendis o.s.frv. Því getur heildarhlutfall frádráttar í atvinnurekstri vegna gjafa og framlaga til almannaheilla og kolefnisjöfnunar orðið alls 3% af rekstrartekjum.
Móttakendur gjafa og framlaga, sem skráðir eru á sérstaka almannaheillaskrá, þurfa að gefa út kvittun við móttöku þar sem m.a. kemur fram nafn og kennitala gefanda og fjárhæð framlags. Að almanaksári loknu þarf móttakandi að taka saman upplýsingar um fjárhæð gjafa og framlaga hvers gefanda og skila þessum upplýsingum til Skattsins samhliða öðrum árlegum gagnaskilum fyrir 20. janúar ár hvert. Á grundvelli gagnaskilanna verður frádráttur áritaður á framtal gefenda.
Skilyrði fyrir frádrætti hjá gefendum er að móttakandi sé skráður á almannaheillaskrá á því tímamarki sem gjöf er afhent eða framlag veitt og gildir frádráttarheimildin um framlög sem berast frá og með þeim degi sem sótt var um skráningu á almannaheillaskránna.