Nýr framkvæmdarstjóri félagsins

Nýr framkvæmdarstjóri félagsins er Guðrún Barbara Tryggvadóttir og hefur hún hafið störf frá og með 22. ágúst.
Við óskum henni velfarnaðar í starfi.

Kærar þakkir til þeirra er hlupu

 Við erum svo óendanlega þakklát öllu þessu góða fólki sem hljóp til styrktar Félagi nýrnasjúkra. Það verður hægt að heita á þau áfram næstu tvo daga.

Nú vantar okkur framkvæmdastjóra

Hann Vilhjálmur sem tók við framkvæmdastjórastöðunni af Kristínu í mars sl hefur látið af störfum. Hann hefur ekki getað sinnt starfinu vegna veikinda ofl. ástæðna. Hann hefur óskað eftir því að láta af störfum og er þegar hættur. Við leitum því að nýjum framkvæmdastjóra fyrir Félag nýrnasjúka. Áhugasamir sendi póst á nyra@nyra.is.

Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni

Nú er hægt að skrá sig og hlaupa til styrktar Félags nýrnasjúkra! Vegna  mistaka við skráningu á félaginu sem góðgerðarfélags í hlaupinu þá kom  nafn Félagsins ekki fram þar en nú er þetta komið í lag. Vonandi hefur  þetta ekki fælt okkar góða stuðningsfólk frá.

Sumarlokun & Maraþon

Kæru félagsmenn, skrifstofa Félags nýrnasjúkra verður lokuð þar til miðvikudaginn eftir verslunarmannahelgi.
Samt sem áður verður starfsemi félagsins virk og opið fyrir símann 8966129
Við hvetjum ykkur til að hafa samband ef ástæða er til. Einnig er hægt að senda tövupóst á  nyra@nyra.is
Opið hús verður næst þriðjudaginn 5. september kl. 17 – 19 í Hátúni 10.

Undirbúningur er í gangi fyrir Reykjavíkurmaraþonið sem fer fram 19. ágúst.
Skráning í hlaupið og nánari upplýsingar má nálgast hér a vefslóðinni
http://marathon.is/reykjavikurmaraton

Aðalfundur félagsins fór fram 16. maí og gekk vel

Nýr formaður Björn Magnússon var kosinn til tveggja ára. Björn hefur setið í stjórninni undanfarin ár, nú síðast sem varaformaður, en fyrr á þessu ári tók hann við formennsku, af Hannesi Þórissyni sem varð að draga sig í hlé. Annars varð ekki breyting á stjórnarfulltrúum, fyrir utan verkaskiptingu sem var breytt að hluta. Aðalmenn voru kjörnir Bragi Ingólfsson, Hallgrímur Viktorsson, Hannes Þórisson og Margrét Haraldsdóttir. Varamenn eru Magnús Sigurðsson og Einar Björnsson. Þá er Helga Jóhanna Hallgrímsdóttir reiðubúin til að koma inní stjórn ef einhver forföll verða. Við óskum stjórninni og félagsmönnum öllum, góðs gengis á næstu misserum. Fráfarandi framkvæmdastjóri, Kristín Sæunnar- og Sigurðardóttir fékk góðar þakkir fyrir afar vel unnin störf fyrir félagið.

Bókin „Allt sem þú getur gert til að hægja á nýrnabilun“, í þýðingu eftir Per Ake Zillén hefur verið með nokkurri eftirvæntingu. Hún er nú tilbúin og var kynnt á fundinum þar sem fyrstu eintökin voru til sýnis. Bókin mun á næstunni fara í dreifingu og verður hægt að nálgast hana í rafrænu formi á vefnum okkar nyra.is.

Áður en formlegur aðalfundur var settur kom Salvör Nordal forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Ísland, þar sem hún útskýrði afstöðu stofnunarinnar gegn hugmyndum um ætlað samþykki við líffæragjöf. Nokkrar umræður spunnust og er það von okkar að þetta mikilvæga málefni fái samþykki, verði nýtt frumvarp lagt fyrir Alþingi okkar Íslendinga.

Vorferðin

Skráningu líkur á morgun, miðvikudaginn 24. maí

Við minnum á vorferðina sem farin verður sunnudaginn 28. maí.
Ferðin verður án kostnaðar fyrir félagsmenn og einn ferðafélaga. 🌞

Vinsamlega skráið ykkur með tölvupósti á nyra@nyra.is eða í síma 896-6129 / 841-2200  ☎️ í síðasta lagi miðvikudaginn 24. maí.

Lagt verður af stað frá Hátúni 10 kl 11:00 og ekið uppí Borgarnes þar sem stoppað verður í Landnámssetri Íslands. Þar verður í boði að skoða tvær sýningar og jafnframt boðið uppá hádegisverð, allt frítt. Þaðan verður farið Í Reykholt þar sem hægt verður að skoða sig um. Eftir það verður stefnan sett aftur til Reykjavíkur. Áætluð koma verður milli kl. 17 og 18.  🚌
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest 🙂

Vorferð sunnudaginn 28. maí

Félagsmönnum verður boðið í vorferð, sunnudaginn 28. maí.

Lagt verður af stað frá Hátúni 10 kl 11:00 og ekið uppí Borgarnes þar sem stoppað verður í Landnámssetri Íslands. Þar verður í boði að skoða tvær sýningar og jafnframt boðið uppá hádegisverð. Þaðan verður farið Í Reykholt þar sem hægt verður að skoða sig um. Eftir það verður stefnan sett aftur til Reykjavíkur. Áætluð koma verður milli kl. 17 og 18.

Þátttakendur í vorferðina þurfa að skrá sig í síðasta lagi 24. maí með tölvupósti á netfangið nyra@nyra.is eða í síma 896-6129 / 841-2200

Aðalfundur 16. maí kl 20

Þriðjudaginn 16. maí kl 20:00 verður aðalfundur Félags nýrnasjúkra haldinn í Hátúni 10, 1. hæð.
Á dagskrá verða venjuleg aðalfundastörf samkvæmt lögum félagsins.
Sérstakur gestur verður Salvör Nordal forstöðumaður siðfræðistofnunar Háskóla Íslands. Hún mun ræða umsögn stofnunarinnar, vegna þingsályktunar um ætlað samþykki við líffæragjafir. Opið verður fyrir spurningar og almenna umræðu.

Í boði verða léttar veitingar.

Opið hús: Nýr framkvæmdastjóri kynnir sig

Halló, halló! Það er opið hús hjá okkur í dag þriðjudaginn 7. mars kl. 17 til 19 í Hátúni 10. Nýr framkvæmdastjóri félagsins kynnir sig og ræðir reynslu sína af nýrnasjúkdómum ofl. Við spjöllum saman og það verður eitthvað gott með kaffinu. Allir velkomnir.