Vorferðin

Skráningu líkur á morgun, miðvikudaginn 24. maí

Við minnum á vorferðina sem farin verður sunnudaginn 28. maí.
Ferðin verður án kostnaðar fyrir félagsmenn og einn ferðafélaga. 🌞

Vinsamlega skráið ykkur með tölvupósti á nyra@nyra.is eða í síma 896-6129 / 841-2200  ☎️ í síðasta lagi miðvikudaginn 24. maí.

Lagt verður af stað frá Hátúni 10 kl 11:00 og ekið uppí Borgarnes þar sem stoppað verður í Landnámssetri Íslands. Þar verður í boði að skoða tvær sýningar og jafnframt boðið uppá hádegisverð, allt frítt. Þaðan verður farið Í Reykholt þar sem hægt verður að skoða sig um. Eftir það verður stefnan sett aftur til Reykjavíkur. Áætluð koma verður milli kl. 17 og 18.  🚌
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest 🙂