Spjallfundur 6. september kl. 18:00 að Hátúni 10

Styrktarsjóður Nýrnafélagsins, umsóknarfrestur fer að renna út

Allir þeir sem eru félagar í Nýrnafélaginu geta sótt um styrk  í styrktarsjóð Nýrnafélagsins með sértæk vandamál sem aðir styrkja ekki.

Sjá hér reglur sjóðsins

Hér er hægt að sækja um

 

Hlaupararnir okkar, hetjur Nýrnafélagsins

Ganga í kvöld, þann 11.8.22 kl. 17:00 í Laugardalnum

Sjúkratryggingar hækka endurgreiðslu aksturskostnaðar nýrnasjúklinga

Nýrnafélagið hefur háð langa baráttu fyrir því að nýrnasjúklingar sem þurfa að fara á milli sveitafélaga til að fara í blóðskilun sem er lífsbjargandi meðferð fái hærri greiðslu greidda en 75% af aksturskostnaði. Þessi prósentutala þýddi t.d. að sjúklingur af Akranesi sem sótti þessa þjónustu á Landspítala, þurfti að greiða sjálfur ca. 1.2 milljónir á […]

Hægt er að heita á Nýrnafélagið í Maraþoni Íslandsbanka

Stjórnarfundur Nýrnafélagsins verður þann 10. maí næstkomandi að Hátúni 10, kl. 18.00

Venjuleg aðalfundarstörf.

Allir skuldlausir félagar við Nýrnafélagið eiga rétt á setu á fundinum og eru hvattir til að mæta.

Neðangreindar lagabreytingar verða lagðar fyrir fundinn og hvetur stjórn félaga til að kynna sér þær.

Lagabreytingar á aðalfundir 2020

 

Gleðilegt sumar

Kæru félagar. Sumarið með sól og yl er á næsta leiti. Í tilefni þess vill Nýrnafélagið minna á að nauðsynlegt er fyrir ónæmisbælda að nota sólarvörn og mælir húðlæknir nýrnasjúkra sérstaklega með Actinica Lotion sem fæst í öllum apótekum. Einnig er Covid enn á kreiki ásamt mörgum öðrum sjúkdómum svo að munið eftir grímunni og sprittinu sem gerir sitt gagn. Einnig er mælt með lungnabólgubólusetningum fyrir alla því að lungnabólga er ekkert lamb að leika sér við. Virðum enn sóttvarnarreglur og eigum gleðilegt sumar.

Fundarherferð Öryrkjabandalagsins um landið allt í tilefni komandi sveitastjórnarkosninga

Öryrkjabandalagið stendur fyrir fundarherferð um landið allt og hvetur stjórn Nýrnafélagsins okkar félaga að mæta og ræða þar um málefni sem brennur á þeim og snýr að sveitafélaginu þeirra. Sjá hér: