Gleðilegt sumar

Kæru félagar. Sumarið með sól og yl er á næsta leiti. Í tilefni þess vill Nýrnafélagið minna á að nauðsynlegt er fyrir ónæmisbælda að nota sólarvörn og mælir húðlæknir nýrnasjúkra sérstaklega með Actinica Lotion sem fæst í öllum apótekum. Einnig er Covid enn á kreiki ásamt mörgum öðrum sjúkdómum svo að munið eftir grímunni og sprittinu sem gerir sitt gagn. Einnig er mælt með lungnabólgubólusetningum fyrir alla því að lungnabólga er ekkert lamb að leika sér við. Virðum enn sóttvarnarreglur og eigum gleðilegt sumar.