Entries by Nýrnafélagið

Leitin að nýju nýra, þáttur á RÚV

Félagið vill vekja athygli á þessum þætti sem sýndur var á RÚV, 4. ágúst, 2021. Krossgjafir hafa verið þekktar en ekki yfir heimsálfur fyrr. Sjá hér:https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/leitin-ad-nyju-nyra/31542/9cprb1 Leitin að nýju nýra Jagten på en nyre Fyrri hluti Dönsk heimildarmynd í tveimur hlutum um Natöchu sem er 28 ára tveggja barna móðir með nýrnabilun. Hún hefur verið […]

Heilsuganga í Laugardalnum

Fimmtudaginn fimmta ágúst, göngum við í Laugardalnum kl. 18.00. Ganga við allra hæfi, mætum og aukum félagstengslin og heilsuna um leið. Höfum gaman saman

Bólusetning og mótefnamæling hjá ónæmisbældum einstaklingum

Runólfur Pálsson skrifar: Það gildir almennt um bólusetningar hjá ónæmisbældum einstaklingum að svörunin er ekki sú sama og hjá þeim sem hafa heilbrigt ónæmiskerfi. Því kemur ekki á óvart að mótefni mælist ekki hjá sumum einstaklingum með ígrætt líffæri. Bandarísk rannsókn sem birtist á dögunum sýndi að 54% líffæraþega reyndust hafa mælanleg mótefni eftir 2 […]

Málþing á vegum ÖBÍ um sálfræðiþjónustu, þriðjudagurinn 20. apríl, kl. 13-17.

Dagskrá  – birt með fyrirvara um breytingar 13.00 – Velkomin – Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ13.10 – Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra13.30 – Kristbjörg Þórisdóttir, sálfræðingur á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins13.50 – Bergþór Njarðvík, notandi heilbrigðisþjónustu14.10 – Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar14.30 – Hlé15.00 – Tryggvi Guðjón Ingason, formaður Sálfræðingafélags Íslands15.20 – Emil Thoroddsen formaður málefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál16.00 […]

Helstu ástæður nýrnabilunar á Íslandi 2020

Teknar hafa verið saman helstu orsakir lokastigsnýrnabilunar á Íslandi á síðasta ári, árið 2020: (ath er ekki alveg sama og helsta orsök nýrnasjúkdóma- því þeir leiða ekki alltaf til lokastigsnýrnabilunar) Nýrnaæðasjúkdómar (háþrýstingur) 31% Gauklasjúkdómar 24% Millivefsbólga –(lyf, steinar ofl) 14% Sykursýki 12% Blöðrunýrnasjúkdómur 6% Aðrir sjúkdómar Þessar prósentutölur eru byggðar á tiltölulega fáum einstaklingum (49), […]

Alþjóðlegi Nýrnadagurinn er 11. mars

Nýrnafélagið vill vekja athygli í tilefni hans að ómeðhöndlaður hár blóðþrýstingur er ein algengasta orsök nýrnabilunar á lokastigi.

COVID bóluefnið og nýrnasjúkir

Runólfur Pálsson læknir skirfar: Skiljanlega er uggur í fólki varðandi bólusetningu við COVID-19 þar sem þróun og innleiðing bóluefnisins hefur verið mjög hröð og óvissa um hvenær fólk geti átt kost á bólusetningunni. En það er í raun stórkostlegt að það skuli hafa tekist að þróa bóluefni á svo skömmum tíma og er sá árangur […]