Nú eru börnin að byrja í skóla og þau ykkar sem eru á vinnumarkaði eru líka að byrja eftir langt sumarfrí. Fyrir marga er það dagleg áskorun að finna til nesti, sérstaklega ef á sama tíma skal taka tillit til kalíums, fosfats og próteins. Eftirfarandi hugmyndir eru fengnar frá Dönsku nýrnasamtökunum og er hægt að hafa þær til hliðsjónar þegar kemur að því að útbúa nesti eða fá sér snarl heima. Heilkornabrauð
Borðaðu heilkornabrauð, jafnvel þótt þú þurfir að fara varlega með kalíum og fosfat. Heilkorn hefur mörg góð áhrif á heilsuna og hjálpar meðal annars til við að halda maganum gangandi. Grænt grænmeti
Hægt er að nota grænt grænmeti sem skreytingu á samlokurnar þínar, sem fyllingu í pastasalat eða til að borða með því. Ef þú þarft að spara kalíum getur verið skynsamlegt að spara magn af hráu grænmeti. Til dæmis er hægt að nota afgang af soðnu grænmeti eða skera grænmeti í smærri bita þannig að hlutinn virðist stærri. Smá grænt á matinn getur hjálpað til við að örva matarlystina og láta matinn líta meira aðlaðandi út. Álegg
Egg og ostur eru oft notuð á brauð, en innihalda einnig eitthvað fosfat. Þetta þýðir ekki að það ætti að sleppa því, heldur að það gæti verið skynsamlegt að hugsa um magnið. Veldu ostinn sem þér líkar best og njóttu ostasamloku. Ef þú velur ost með aðeins meira bragði getur minna magn oft verið nóg. Ferskur ostur, rjómaostur og kotasæla eru þeir ostar sem innihalda minnst fosfat og auðvelt er að nota sem álegg. Flestir geta borðað 2-3 egg á viku og það getur auðveldlega verið á brauðssneið, í samloku eða í salati.
Þú getur líka valið mismunandi tegundir af áleggi, en mundu að athuga hvort fosfati hafi verið bætt við. Það er ekkert fosfat í lífrænu áleggi, E-númerin sem ber að forðast eru: E338, E339, E340, E341, E343, E450, E451, E452. Það getur líka verið langt orð um vöruyfirlýsinguna sem endar á „… fosfat“. Sífellt fleiri borða einnig belgjurtir sem álegg og hægt er að nota hummus sem auka bragð á sneið af áleggi. Fiskur
Niðursoðinn fisk eins og túnfisk er auðvelt að geyma í eldhússkápnum, svo að þá er alltaf eitthvað álegg til. Fiskur er einnig hollur og auðvelt er að mæla með honum þegar nýrnastarfsemi er skert.
Marineruð síld inniheldur lítið af kalíum og fosfati en inniheldur mikið prótein. Hún getur geymst lengi í ísskápnum og er auðvelt að mæla með að borða hana.
Ef þú heldur ekki að síld sé góð í nestisboxið geturðu valið að borða hana þá daga sem maturinn er borðaður heima. Ávextir
Ef þú þarft að spara kalíum getur verið skynsamlegt að fylgjast með magni ávaxta. Flestir geta borðað 1 handfylli á hverjum degi og það er hægt að skipta því tvisvar eða skera í bita til að láta þá líta þá líta út í meira magni.
Epli eru einn af ávöxtunum sem innihelda minnst kalíum svo að þú skalt ekki hika við að velja epli í hádegismatinn. Þetta eru bara hugmyndir og alltaf er nauðsynlegt að ráðfæra sig við lækninn sinn og næringarráðgjafa Landspítala eða Nýrnafélagsins því að matarræði nýrnasjúklinga er svo persónubundið. Uppskrift af nýrnavænni langloku Langloka úr heilhveiti
2 sneiðar af tómötum + 2 sneiðar af agúrku (eða öðru grænu)
1 msk. majónes
Kannski smá chili eða karrý
1-4 sneiðar af áleggi án viðbætts fosfats, t.d. kjúklingur (fer eftir stærð áleggs og hvort þú þarft lítið eða mikið af próteini) Langlokan er skorin og smurð með majónesi. Hægt að strá chili eða karrý yfir til að gefa smá bragð. Álegg og grænmeti er sett á og langlokan sett saman. Pakkað í matarpappír og tilbúið til að taka með sér.. Stolið og staðfært með góðfúslegu leyfi Dönsku nýrnasamtakanna:) |