Entries by

COVID bóluefnið og nýrnasjúkir

Runólfur Pálsson læknir skirfar: Skiljanlega er uggur í fólki varðandi bólusetningu við COVID-19 þar sem þróun og innleiðing bóluefnisins hefur verið mjög hröð og óvissa um hvenær fólk geti átt kost á bólusetningunni. En það er í raun stórkostlegt að það skuli hafa tekist að þróa bóluefni á svo skömmum tíma og er sá árangur […]

Nýtt fréttabréf er komið út.

Fjórða tölublað fréttabréfs Nýrnafélagsins hefur litið dagsins ljós. Meðal efnis er grein eftir Runólf Pálsson þar sem hann skrifar um COVID og nýrnasjúka. Sjá nánar hér á síðunni undir fréttabréf.

Hvatningarverðlaun til blóðskilunarteymis Sjúkrahúss Akureyrar

Blóðskilunarteymi Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) hlaut hvatningarverðlaun sjúkrahússins fyrir árið 2019 sem afhent voru fimmtudaginn 17. september sl. Blóðskilunarteymið er svo sannarlega vel að þessum verðlaunum komið og óskar Nýrnafélagið starfsfólki blóðskilunarteymisins og sjúklingum þeirra til hamingju.

Þakkargjörðarhátíð, hlauparar heiðraðir.

Á morgunn þriðjudaginn 15. september verður vikuleg ganga Nýrnafélagsins kl.18.00 í Laugardalnum. Sérstakir gestir verða hlaupararnir sem tóku þátt í Styrktarhlaupi Nýrnafélagsins og söfnuðu áheitum fyrir félagið. Söfnunin gekk mjög vel og nú ætlar stjórn félagsins að heiðra og þakka hlaupahetjum félagsins fyrir. Allir velkomnir og nú gleðjumst við saman.

Söfnun meðal hlaupara fyrir Nýrnafélagið

Margir ætla að hlaupa fyrir félagið á eigin vegum til að safna fyrir það. Söfnunin gengur vonum framar miðað við aðstæðurnar í þjóðfélaginu og vill stjórn félagsins senda þakkir til allra þeirra sem leggja hönd á plóginn. Heilsuhópur Nýrnafélagsins lætur sitt ekki eftir liggja og gengur á hverjum þriðjudegi eins og meðfylgjandi mynd sýnir bæði […]

SKORTUR Á KARNITÍNI ER ALVARLEGT MÁL

Jórunn Sörensen fjallar um hvernig það er að lifa við karnitínskort. Skortur á karnitíni í fullorðnu fólki er mjög sjaldgæfur. Þekktur er skortur í ákveðnum ættum – t.d. í Færeyjum. Einnig er vitað að blóðskilun eyðir karnitíni. Notkun ákveðins sýklalyfs getur líka stuðlað að eyðingu karnitíns. ,, Vorið 2020 uppgötvaðist eiginlega fyrir tilviljun að karnitínið […]

Reykjavíkurmaraþonið verður með breyttu sniði:)

Ykkar framlag er okkar styrkur – hreyfing bætir flest mein. Nú hlaupa allir þar sem þeim sýnist, þann 22. ágúst, en passa verður upp á löglega 2 m fjarlægð. Söfnunin heldur áfram og allir geta verið með þvi að þátttakan er núna ókeypis. Sjá hér á síðunni Hlaupastyrkur. Skráðu þig til þátttöku, settu inn mynd […]

Reykjavíkurmaraþoni aflýst

Reykjavíkurmaraþonið sem átti að fara fram þann 22. ágúst næstkomandi hefur verið aflýst út af Covid 19 faraldrinum. Nýrnafélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu hlaupurum sem voru búnir að skrá sig til þátttöku fyrir félagið og vonar að þráðurinn verði tekinn upp aftur að ári. Þetta er mikið fjárhagslegt högg fyrir Nýrnafélagið eins og önnur góðgerðafélög […]

Heilsuhópur í göngu í Laugardal, 28.7.2020

Alltaf bætist við í hópinn hjá Nýrnafélaginu sem kýs að ganga í góða veðrinu og spjalla saman. Frækinn hópur fór í göngu í gær í blíðskaparveðri. Björn einkaþjálfari fræddi um gildi hreyfingar og Gunnhildur fjölskylduráðgjafi talaði um hvað hreyfing hefur mikið að segja fyrir hana sjálfa. Ferfætlingar eru farnir að blanda sér í hópinn við […]