Entries by Nýrnafélagið

Gleðilegt sumar

Kæru félagar. Sumarið með sól og yl er á næsta leiti. Í tilefni þess vill Nýrnafélagið minna á að nauðsynlegt er fyrir ónæmisbælda að nota sólarvörn og mælir húðlæknir nýrnasjúkra sérstaklega með Actinica Lotion sem fæst í öllum apótekum. Einnig er Covid enn á kreiki ásamt mörgum öðrum sjúkdómum svo að munið eftir grímunni og […]

Nýrnafélagið er nú komið á almannaheillaskrá sem byggist á lögum nr. 32/2021

Þeir fjölmörgu sem styrkja félagið geta nú fengið skattaafslátt út á það. Sjá meira hér: Frádráttur einstaklinga getur verið á bilinu 10 – 350 þús. kr. á almanaksári, hjóna og sambúðarfólks alls 700 þús. kr. og kemur til lækkunar á útsvars- og tekjuskattsstofni en er ekki millifæranlegur og ber því að halda framlögum hvers einstaklings […]

Áhrif veirunnar á nýraþega á ónæmisbælandi lyfjum

Nýrnafélagið spurði Margréti Birnu Andrésd. yfirlækni út í afleiðingar smits af Covid á nýraþega á ónæmisbæalandi lyfjum og eftirfarandi er svar frá henni: Frá áramótum hafa margir nýraþegar fengið veiruna og flestir sem ég hef talað við hafa sýkst af öðrum á heimilinu eða af nánum ættingjum. Veikindi hafa almennt verið væg, en þó hafa […]

Hvert eiga þeir sem eru með ígrætt nýra að snúa sér þegar þeir greinast með Covid

Félagið sendi fyrirspurn á Má Kristjánsson yfirmanni Covid göndudeildar  um mikla fjölgun  Covid smita og sérstaklega hvað varðar  ónæmisbælda sem eru í meiri áhættu en aðrir. Sjá eftirfarnandi svör frá Má: Varðandi fyrirspurn sem snýr að COVID-19 göngudeild er það ósk okkar að einstaklingar með ígrætt nýra sem hafa greinst  með Covid-19 t.d. á heimaprófi […]

Nýrnafélagið og Lyfja í samvinnu á Nýrnadaginn þann 10. mars

Í tilefni af Nýrnadeginum þann 10. mars býður Lyfja upp á fría blóðþrýstingsmælingu í lyfjaverslunum sínum í Smáralind og Lágmúla. Einnig gefur hún 15% afslátt af öllum blóðþrýstingsmælum. Ert þú búinn að tékka á blóðþrýstngnum? Hár ómeðhöndlaður blóðþrýstingur er aðalorsök nýrnabilunar á lokastigi.

Aðalfundur Nýrnafélagsins verður haldinn 10. mai

Fundurinn verður haldinn 10. maí næstkomandi að Hátúni 10 kl. 17.00. Dagskrá: Setning fundarins Kosning fundarstjóra og fundarritara Lestur fundargerðar síðasta aðalfundar Skýrsla stjórnar Endurskoðaður ársreikningur félagsins lagður fram, skýrður og afgreiddur Endurskoðaður ársreikningur styrktarsjóðsins lagður fram, skýrður og afgreiddur Skýrslur starfshópa Lagabreytingar Kosning stjórnar Kosning skoðunarmanna reikninga, tveggja aðalmanna og eins varamanns Ákvörðun um […]