Entries by Nýrnafélagið

Bólusetning og mótefnamæling hjá ónæmisbældum einstaklingum

Runólfur Pálsson skrifar: Það gildir almennt um bólusetningar hjá ónæmisbældum einstaklingum að svörunin er ekki sú sama og hjá þeim sem hafa heilbrigt ónæmiskerfi. Því kemur ekki á óvart að mótefni mælist ekki hjá sumum einstaklingum með ígrætt líffæri. Bandarísk rannsókn sem birtist á dögunum sýndi að 54% líffæraþega reyndust hafa mælanleg mótefni eftir 2 […]

Málþing á vegum ÖBÍ um sálfræðiþjónustu, þriðjudagurinn 20. apríl, kl. 13-17.

Dagskrá  – birt með fyrirvara um breytingar 13.00 – Velkomin – Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ13.10 – Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra13.30 – Kristbjörg Þórisdóttir, sálfræðingur á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins13.50 – Bergþór Njarðvík, notandi heilbrigðisþjónustu14.10 – Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar14.30 – Hlé15.00 – Tryggvi Guðjón Ingason, formaður Sálfræðingafélags Íslands15.20 – Emil Thoroddsen formaður málefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál16.00 […]

Helstu ástæður nýrnabilunar á Íslandi 2020

Teknar hafa verið saman helstu orsakir lokastigsnýrnabilunar á Íslandi á síðasta ári, árið 2020: (ath er ekki alveg sama og helsta orsök nýrnasjúkdóma- því þeir leiða ekki alltaf til lokastigsnýrnabilunar) Nýrnaæðasjúkdómar (háþrýstingur) 31% Gauklasjúkdómar 24% Millivefsbólga –(lyf, steinar ofl) 14% Sykursýki 12% Blöðrunýrnasjúkdómur 6% Aðrir sjúkdómar Þessar prósentutölur eru byggðar á tiltölulega fáum einstaklingum (49), […]

COVID bóluefnið og nýrnasjúkir

Runólfur Pálsson læknir skirfar: Skiljanlega er uggur í fólki varðandi bólusetningu við COVID-19 þar sem þróun og innleiðing bóluefnisins hefur verið mjög hröð og óvissa um hvenær fólk geti átt kost á bólusetningunni. En það er í raun stórkostlegt að það skuli hafa tekist að þróa bóluefni á svo skömmum tíma og er sá árangur […]

Nýtt fréttabréf er komið út.

Fjórða tölublað fréttabréfs Nýrnafélagsins hefur litið dagsins ljós. Meðal efnis er grein eftir Runólf Pálsson þar sem hann skrifar um COVID og nýrnasjúka. Sjá nánar hér á síðunni undir fréttabréf.

Hvatningarverðlaun til blóðskilunarteymis Sjúkrahúss Akureyrar

Blóðskilunarteymi Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) hlaut hvatningarverðlaun sjúkrahússins fyrir árið 2019 sem afhent voru fimmtudaginn 17. september sl. Blóðskilunarteymið er svo sannarlega vel að þessum verðlaunum komið og óskar Nýrnafélagið starfsfólki blóðskilunarteymisins og sjúklingum þeirra til hamingju.